Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 4
50 NÝJAR KVÖLDVÖKUR vargurinn, hreytti Hjálmar út úr sér og þaut af stað. Ráðskonan horfði á eftir honum. Hann hljóp niður að sjónum með byssuna reidda um öxl, stökk upp í bátinn og reri allt hvað af tók út í hólma. —• Það er ögn um að vera fyrir hús- bóndanum í dag, sagði ráðskonan. — Hann ■ er orðinn vitlaus, karlinn, sagði eldabuskan. Þegar Hjálmar kom út í hólmann, brýndi hann bátnum, tók byssu sína og hlóð. Auðvitað auglýsti hann það á hverju vori, að öllum væri stranglega bannað að skjóta í varpinu eða í nánd við það. Sjálfur hafði hann fullan rétt til að skjóta þar eins mikið og hann vildi. Æðarfuglinn mundi fljótt venjast skot- um hans og skilja, að hann væri að drepa varginn. Og þó hann skildi það þá ekki og styggðist... Varginn ætlaði hann að drepa. Hann ætlaði ekki að láta þessa vængj- uðu djöfla’ hlakka yfir höfði sér og storka sér með eilífu gargi. Það voru nógir samt, sem ásóttu hann, þó að þsir týndu tölunni og létu hann í friði. Meðan hann hlóð byssuna flögruðu nokkrir krunkandi hrafnar yfir hólman- um. Hjálmar leit upp. Andlit hans var þrútið og rautt og svipur hans heiftúð- legur. Svo brá hann byssunni undir vangann og miðaði á einn hrafninn. Skotið reið af — og vængbrotinn hráfn lá nokkur skref frá honum. Hinir flugu burt. Æðarfuglinn þaut hræddur upp úr hreiðrum sínum og fram á sjó. Skvamp og háreysti. Það var allt í upp- námi í varpinu. Hjálmar gamli óð að hrafninum, moð reidda byssuna, sté á brotna vænginn og braut hinn með byssuskeftinu. — Fljúgöu nú, kvikindi. Heldurðu að ég viti ekki að þú hefur árum saman drepið fyrir mér lömb og æðarunga og stolið eggjum úr varpinu. Hvers virði heldurðu að öll lömbin hafi verið og dúnninn, sem þú eyðilagðir? Hvað hef ég gert þér? Gaztu ekki látið mig í friði? Gaztu ekki stolið og rænt frá öðrum en mér? Nei, þú lagðist á mig af því að þú vissir, að ég var ásóttur af öllum. Þú vildir fylla flokk hinna varganna, af þvi að þú vissir að ég var orðinn gamall og slitinn. Þú hélzt að ég gæti ekki komið fram neinni vörn, og þess vegna væri hættulaust að stela frá mér. Þú ert hvorttveggja í senn, bleyða og níðingur. Því flýgurðu ekki? Hjálmar sparkaði í hrafninn með fæt- inum. Hrafninn gargaði. — Heldurðu að ég klökkni, þó að þú gargir framan í mig. Ef þú gætir, mynd- ir þú stinga úr mér augun eins og lömb- unum. Þú hefur kvalið mig nógu lengi. Þú hefur gott af því að kveljast ögn sjálfur, áður en ég drep þig. Heldurðu að ég fari að hlífa þér og þínum líkum. Nei, ónei. Hjálmar gamli hefnir sín. Hann stóð á öðrum væng hrafnsins og hlóð byssu sína. Þó að hinir hefðu flogið burt, gátu þeir komið á hverri stundu. Æðarfuglinn fór að vappa upp í hreiður sín. — Nú drep ég þig, sagði Hjálmar við hrafninn og laust hann með byssuskeít- inu. — Ræningi, varpþjófur. Er þetta nóg? Hrafninn kvikaði. — Viltu fá meira. Svona, eitt enn, eitt enn — og hann laust hrafninn í sífellu, unz hann lá sundurkraminn og tættur við fætur hans. Svo sparkaði hann í hinn svarta og svívirta fugl. Það hlakkaði í Hjálmari gamla. Hánn skimaði í allar áttir, lagðist niður og beið þess að vargurinn kæmi aftur. Hann

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.