Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 11
ÞEGAR SÝRINGARNIR BLÓMGAST. 57 flugliðsforingja. Og þegar líður á kvöid- ið verður hún gagntekin af hræðilegu samvizkubiti. »Veslings maðurinn«, hugsar Jeannine. »Hann hlýtur að vera óttalega svangur!« Og í fullri vissu um synd sína fyllir Jeannine stóran disk af smurðu brauði og ætlar að læðast með það upp til Blythe. En á leiðinni til herbergis hans er hún umkringd af hinum flugmönnunum og verður að greiða þeim flösku af víni til lausnar sér. Einn þeirra er meira að segja svo vondur, að drepa sinnepi ofan á eina sneiðina. Jeannine drepur feimnislega á dyr Blythe flugliðsforingja. »Kom inn«, er sagt djúpri röddu, sem eykur á hjartslátt Jeannine við hugsun- ina urn það, að ef til vill taki óvinur hennar á móti henni með hörkusvip. En hver getur reiðst svo töfrandi fyr- irbrigði sem Jeannine, sem þar að auki kemur með fullt fat af smurðu brauði? »Komið þér inn, Jeannine«, segir óvin- ur hennar. Og þau tvö vita ekkert hvern- ig tíminn líður. Þessir óvinir finna svo ótrúlega mörg umræðuefni, og ef manni væri ekki kunnugt um samband þeirra hingað til, gæti maður ætlað, að þetta væru beztu vinir, þegar Blythe tekur hönd hennar, heldur lengi í hana og segir: »Komdu út og sjáðu vélina mína á morgun«. »Fjandinn hirði hana«, hugsaði Blythe flugliðsforingi, þegar hann beit í brauðið og fann sinnepsbragðið. »Litla galdra- nornin hefur þá getað gabbað mig. Já, bíddu aðeins! Dagur kemur eftir þenna dag«. Daginn eftir kom Jeannine út á flug- völlinn. En Blythe flýtti sér ekkert að heilsa ungfrúnni, sem komin var, auð- vitað ekki til þess að sjá hann, heldur vélina hans. Hann sat klofvega uppi við skrúfuna og hafði hugann auðsjáanlega meii-a við hana en Jeannine, sem bankaði spekings- lega á stél flugvélarinnar og á annan hátt reyndi að gera vart við sig. Hvað meinaði eiginlega þessi piltur? Jeannine var alvarlega móðguð. En nú var tækifæri til að hrekkja piltinn. Allt í einu klifraði Jeannine upp í flugvélina og faldi sig í flugmannssæt- inu. Því, sem nú gerðist, verður ekki með oi'ðum lýst, en allmargir enskir menn, sem voru sjónarvottar að því, fullyrða, að þeir hafi aldrei lifað neitt, sem verið hafi nærri því eins æsandi. Skyndilega fer flugvélin að hreyfast. Jeannine hefur komið við kveikingar- tækin, og allt í einu sjá flugmennirnir og vélfræðingarnir hvar flugvél Blythe þýtur yfir flugvöllinn í ýmsum krókum og kippum. Árangurslaust hlaupa þeir á eftir henni til að reyna að stöðva hana í þessu heimskulega flugi. IJún er ýmist aftan eða framan við þá, ógnandi, eins og hún hafi í hyggju að kasa þá alla. ó, Jeannine, óhamingjusama Jeannine! Hún situr í flugvélinni og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Hún skrúfar og stígur á ýmsa takka til skiptis, og sífellt versna horfurnar. Hún hefur farið of snemma í flugferð einsömul. Og nú fyrst verður ástandið alvarlega háskalegt. Jeannine hefur í fátinu hreyft við kveikingu vélbyssunnar og kúlnahríð- in skellur yfir flugvöllinn. Til allrar hamingju hafa flugmennirnir vit á að taka til fótanna, því að annars hefði Jeannine gjöreytt flugliðinu, -— hverjum einasta manni. Vélin þýtur áfram, inn í trjáþyrpingu. s

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.