Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 31
OG HANN SVEIF YFIR SÆ.. 77 hafa komið aftur heilir heilsu, sem ætt- ingjar og vinir hafa verið orðnir hrædd- ir um. Arnór gamli fór heim morguninn eftir. En Maríu hafði verið hugfró að því, að tala við gamla manninn, og honum hafði eins og létt við að telja um fyrir henni. XXI. Þegar suður dró í hafið, fóru þær hvor sína leið, »Berentína« og »Hortensía«. Önnur stefndi til Tromsö, en hin til Hammerfest. Loks var »Berentína« komin suður undir Noreg, og Jens frá Syðra-Skarði varð fyrstur til að sjá landið. Síðla dags sigldi svo skútan í hægviðri inn í skerjagarðinn og fram hjá Lyng- ey... Það dimmdi snemma, en ekki gat korn- ið til mála að leggjast nú við akkeri. Leiðin inn í Hyalsund og Tromsösund var allt annað en greiðfær. Þar voru mörg hundruð hólmar og sker, en skip- stjórinn vildi komast áfram, hvað sem tautaði, og skipshöfnin var honum þar víst ekki andstæð. Einu sinni kenndi skipið grunns, og svo var hart undir, að brot úr lausakjöln- um flutu uþp í kjölrákinni. Harðjaxl stóð aftur á skipinu. Nú sneri hann sér við og sagði: — Þar heilsaði hún okkur nú með kossi, hún mamma gamla! Þegar inn kom í fjörðinn, fór að snjóa, og eftir skamma stund var kominn blind- bylur af landi. »Berentína« slagaði sig nú inn eftir með öllum þeim seglum, sem hún þoldi. Og klukkan eitt um nóttina lagðist hún á ytri höfninni í Tromsö. Það var dimmt yfir bænum. Á öðru hvoru götuhorni voru gömul olíuljósker, en hitinn frá ljósinu var ekki nægilegur til að þýða snjóinn, sem á ljóskerin sett- ist. Og hvergi var Ijós í glugga. Þegar búið var að ganga frá seglun- um, spurði skipstjórinn skipverja sína hvort þeir vildu fara strax í land. Svör- uðu þeir allir, að þeir vildu helzt bíða til morguns. Öðrum bátnum var samt skotið út, og fóru þeir niður í hann, skipstjór- inn og Jens frá Syðra-Skarði. Þeir spurðu síðan Harðjaxl, hvort hann vildi ltoma líka. — Nei, svaraði hann. — Það versta ætti nú að vera búið. Og svo fór hann ofan í hásetaklefann. Endir. Fnjóskdeela saga. Eftir Sigurð Bjarnason frá Snæbjarnarstöðum. 51. Frá Timgiihjómim. Bjarni Guðmundsson og Kristrún Jónsdóttir bjuggu í Tungu eins og fyrr er getið. Komust þau fljótlega í góð efni. Kristrún var hin mesta merkiskona, framúrskarandi dugleg og útsjónarsöm búkona og hafði mikilhæfar gáfur. Hún (Framhald). var tölug á þingum og mannfundum, sagði jaí'nan skoðun sína á öllum þeim málum, sem á dagskrá voru og gaf bræðrum sínum ekkert eftir, ef hún komst í orðakast við þá, sem oft vildi verða. Hafði hún fulla einurð til að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.