Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 40
86
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
til að hitta Guðrúnu systur sína, konu
Kristjáns Guðlaugssonar. Sterkur sólar-
hiti og hlýr þeyvindur var urn daginn,
svo að ár uxu stórkostlega. Jónas ætlaði
heim um kvöldið, en Sörlastaða-hjón
sögðu, að Hjaltadalsá mundi vera orðin
óreið og báðu hann að vera kyrran til
morguns. Sagt var, að Guðrún systir
hans hafi beðið hann grátandi að fara
ekki, en Jónasi héldu engin bönd; kvaðst
hann ekki hræðast aðra eins sprænu og
Hjaltadalsá og reið af stað heim. Reið
hann gráum hesti, sem Guðrún í Hjalta-
dal átti, en teymdi tryppi, sem hann átti
sjálfur; fór hann yfir Timburvalladalsá
og svo vestur fyrir Kamibfellshnjúk; æfl-
aði hann að ríða Hjaltadalsá á Stekkjar-
vaði fyrir framan Hjaltadal. Skildi hann
þá tryppið eftir, en lagði út í ána á gráa
hestinum; hefur hann hugsað, að hest-
urinn mundi taka niðri, en það hefur
ekki reynzt þannig; hefur straumurinn
kastað manninum og hestinum út af vað-
inu, en þar tók við harður strengur;
fórst þar hvortveggja. Sézt hafði iil
Jónasar frá Hjaltadal, þegar hann fór
fram á móti bænum; fór Guðrún sjálf fil
árinnar, gekk niður með henni og fann
hestinn rekinn í Skógarnesi fyrir utan
og neðan Hjaltadal. Sama kvöldið sáu
tvær stúlkur á Bakka mannslík á eyri
vestan við Bakkaána; lá það þar litla
stund, en skolaði burt aftur, þegar áin
óx meira. Stúlkur þessar voru einar
heima á Bakka; voru þær komnar þang-
að til þess að vinna á túninu, en voru
austan úr Bárðardal, vinnukonur Magn-
úsar Sæmundssonar, sem það vor flutti
í Bakka, þegár Guðni SigurðsSon klén-
smiöur fór þaðan. — Lík Jónasar fannst
daginn eftir rekið úr Fnjóská fyrir utan
og neðan Hróastaði.
Guðmundur Guðmundsson eirði ekki í
Hjaltadal, eftir það er hann missti Ein-
ar son sinn; fór liann þá að Bjamastöð-
um í Bárðardal. Einu sinni á vetrartíma,
ætlaði hann inn í Fnjóskadal að finn-n
fornvini sína, sem hann átti marga í
dalnum. Hann lagði frá Stóruvöllum á
Vallafjall í hríðarútliti, og þegar hann.
kom á fjallið, brast á með stórhríð, svo
að hann villtist. Var hann á fjallinu
næstu nótt og daginn eftir fram á kvöld,
en þá sást til hans frá Birningsstöðum.
Hafði hann haldið norður eftir fjallinu,
fundið Birningsstaðadal og farið niður
eftir honum. Þegar hann fannst, var
hann skríðandi, máttfarinn mjög og kal-
inn á höndum og fótum. Hann var flutt-
ur heim að Birningsstöðum og var þeg-
ar vitjað læknis, en hann fékk ekkert að
gert. Guðmundur andaðist þrem dögum:
síðar og var þá 63 ára gamall.
55. Frá Birni Kristjánssyni og æiiok Kristjáns
á Illugastöðum.
Björn Kristjánsson keypti IllugastaðL
af föður sínum og fór að búa þar, en,
áður hafði hann búið nokkur ár á Þverá
í Dalsmynni. Kona hans var Álfheiður
Einarsdóttir, ekkja Gísla prests Everts-
sonar Wíum, sem verið hafði aðstoðar-
prestur á Þóroddsstað og dáið þar árið
1826. Séra Gísli og Álfheiöur höfðu eign-
azt tvö börn, Guðrúnu, sem síðar giftist
Jósef bróður Bjarnar, og Gísla skáld.
Voru börnin hjá móður sinni og stjúpa.
— Kristján hætti búskap og hreppstjórn,
þegar Björn tók við jörðinni, en var kyrr-
hjá honum eitt eða tvö ár; Björn tók
við hreppstjórn af föður sínum. Þetta
var um 1840 og margt breytt frá því,
sem áður var; bændur voru þá vel sjálf-
stæðir efnalega og frjálslyndari í skoð-
unum en áður hafði verið, enda var
frelsishreyfing almennt vöknuð víða um
land. Björn Kristjánsson var glæsilegur
maður, vel greindur og menntaður; var
hann alinn upp hjá Birni í Lundi, föður-