Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 48
94
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
ina átti, stökk hún á fætur og ætlaði að
•reka Ugluspegli duglegan löðrung, en
hann vatt sér undan, svo að höggið lenti
á bóndanum og fékk hann glóðarauga;
varð honum skapbrátt og sló aftur til
vinnukonunnar og olli höggið því að
vængirnir duttu af henni. Presturinn stóð
inni í gröfinni, á meðan þetta gerðist úti
fyrir; var hann með sigurfána í hendi,
viðbúinn að ganga út, þegar hans tími
væri kominn. En þegar hann sá þessar
aðfarir, fleygði hann fánanum frá sér og
stökk fram til þess að veita vinnukonu
sinni lið. Lenti allt í hörðustu áflogum,
hrópi og hnífilyrðum, svo að bændur þeir,
sem nær voru staddir, hlupu að til að
skilja þau. En í þessum svifum sætti
Ugluspegill lagi, hypjaði sig á burtu og
strauk frá öllu saman. Var þar með lokið
hringjarastöðu hans við Plankakirkju.
(í N.-Kv. verður ekki prentað meira af Sogv
Ugluspegils, af því að í ráði er, að hún komi út
í haust sem sérstök bók, og verður þá með
myndum).
Munaðarlausa stulkan.
Þjóðsaga, færð í letur af Baldvin Jónatanssyni.
Einu sinni fyrir löngu síðan bjuggu
karl og kerling í koti, sem stóð undir af-
arbröttu og háu fjalli í litlum afdal.
Þau áttu mörg börn, en voru sár-fátæk.
Yngst barna þeirra var stúlka, sem Guð-
rún hét, og var afbragð allra systkina
sinna að gáfum og fríðleik. En karl og
kerling höfðu hana útundan, létu hana
vinna öll verstu verkin, sem gera þurfti
og aðrir fengust ekki til að gera. Þegar
hún var farin dálítið að stálpast, var hún
látin sitja ærnar á sumrin og standa yfi'r
fé, langt frá bænum, vor og haust, hvern-
ig sem viðraði. Hafði hún ekki annað en
lítið og hrörlegt byrgi til þess að skýla.
sér fyrir verstu ofviðrum og þegar kald-
ast var. Annars hélt hún fénu á beit á.
öörum stöðum.
Eitt vor þegar Guðrún litla var komin
með féð í haga, gerði ofláta veður með
dynjaiidi regni. Leitaði hún þá í byrgi
sitt, og treystist ekki að fara út aftur,
því að veðrið fór síversnandi og hélzt
allan daginn. Þegar komið var fram á
nótt, lægði veðrið, svo að hún hélt heim-
leiðis með það af fénu, sem hún fann.
Dálítil þverá var á miðri leiðinni, og
hafði hún vaxið svo um daginn, að hún
var bráð-ófær, svo að Guðrún litla varð
að snúa aftur í byrgi sitt til að láta þar
fyrir berast um nóttina, hungruð og
rennvot og skjálfandi af kulda. Bjóst
hún þar um svo sem hún gat og lagðist
síðan út af grátandi. Loks gat hún þó
sofnað.
Þá dreymir hana að til hennar kemur
gömul kona, grá fyrir hærum, og segir
við hana: »Bágt átt þú nú, Gunna litla,
en bágra áttu þeir, sem heima voru. Mun
heimkoman á morgun verða þér lítið
huggunarefni, en þó mun þetta verða
upphaf gæfu þinnar. Þú munt ekki hafa
við neitt að dvelja heima, og skaltu halda
þaðan beina stefnu til austurs, þar til er
þú sérð reisulegan bæ. Þangað skaltu
fara, því að þar bíður gæfan þín. Þar
muntu fyrst sjá silfursvipuna mína og
þann, sem hana á þá, en hann gerir þig
hamingjusama. Nafn mitt er á svipunni,
en það lesa ekki allir. Loks læt ég þig
vita það, að ég er amma þín og heiti
Guðrún eins og þú og hún móðir þín«.
í því vaknar hún og þykist sjá svip kon-
unnar líða frá sér út í bláinn. — Þá er
kominn morgunn og fagurt veður og
heiðskírt en dálítill frostkali. Fer hún þá
heimleiðis, og er áin orðin svo grunn
að hún kemst hæglega yfir hana. En þeg-
ar hún kemur heim undir túnið, mætir