Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 28

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 28
28 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ „Skólinn verður ekki fluttur eins og niðursetningur“ — segir Sigurður Hallgrímsson forstöðumaður Þjónustudeildar Hafnarfjarðarhafn- ar og formaður Hollvinasamtaka Sjómannaskóla Islands Óhætt er að segja að fátt hefur komið meira róti á hugi sjómanna- stéttarinnar síðari árin en áformin um að flytja Stýrimannaskólann og Vélskóla Islands úr hinu gamla og virðulega húsnæði Sjómannaskól- ans og finna þeim nýjan stað. Fljótt varð Ijóst að hér var ekki eingöngu um það að ræða að menn voru því mótfallnir að þrengja kost skólanna á nokkurn hátt, heldur var tilfinn- ingamál á döfinni. Fólk úr öllum stéttum lét skoðun sína í Ijós — og hún var að heita má alltaf á sama veg. Sjómenn eru vanir að bregðast hart við þegar þörf gerist og svo reyndist hér: Pann 26. nóvember á fyrra ári voru stofnuð Hollvina- samtök Sjómannaskólans á fjöl- mennum fundi og þeim kjörin stjórn. Formaður var valinn Sig- urður Hallgrímsson forstöðumaður Þjónustudeildar Hafnarfjarðar- hafnar, en hann ber sem aðrir gamlir nemendur skólans hag hans og heill mjög fyrir brjósti. Hér fer á eftir viðtal sem Sjómannadagsblað- ið átti við Sigurð um samtökin og málefni skólans. „Tengsl mín við Sjómannaskólann og skipstjórnarmenntunina byrja nokkuð snemma. Það var haustið 1953 að ég fór til Reykjavíkur að alla mér réttinda til stjórnunar farartækja bæði til sjós og lands. Upp úr þeirri ferð höfðust 30 tonna skipstjórnarrétt- indi og bílpróf. Ég er Snæfellingur, fæddur 18. ágúst 1932 að Hálsi í Eyr- arsveit og hafði þá í nokkur ár verið á fiskibátum, einkum frá Grundarfirði. En með þessi réttindi náði ég því að verða stýrimaður þar næstu tvö árin. En ég stoppaði ekki lengi við 30 tonna réttindin, því haustið eftir fór ég í Fiskimannadeild Stýrimannaskólans sem ég lauk svo vorið 1956. A þess- um árum var góð aðsókn að skólan- um. Við vorum 59 sem útskrifuðumst Sigurður Hallgrímsson: „Mér fór semfleirum að ég œtlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum, þegar ég heyrði af hessari „hugmynd."" (Ljósm.: Sjómdbl. AM). úr tveimur bekkjardeildum fiski- manna og einum úr Farmannadeild. A þessum tfma var mikill ljómi yfir far- mennskunni. Því var það að á meðan ég var í skólanum leitaði ég fyrir mér á þeim vettvangi og komst beint frá prófborðinu um borð í skip Sam- bandsins, Dísarfell. Þá var strangt eft- ir því gengið að menn hefði tilskilinn siglingatíma til að komast inn í skól- ann og tólf mánaða reynslu þurfti á farskipum til þess að komast í Far- mannadeildina. Því sleppti ég úr ein- um vetri og tók farmanninn 1957- 1958. En tíminn líður hratt og þessir árgangar mínir, 1956 og 58, hafa ver- ið iðnir við að mæta við skólaslit þar sem tilgangurinn er bæði að halda tengslum við skólann og hitta gömlu félagana, en það höfum við yfirleitt gert, bæði á 5 og 10 ára afmælum. Og nú í vor á að hittast og fagna þeim tímamótum að 40 ár eru liðin síðan skólastjórinn, Friðrik Ólafsson, af- henti okkur prófskírteinin. Þá hef ég sérstaka ástæðu til að þakka Jónasi Sigurðssyni fyrir hans góðu fræðslu, en hjá honum fékk ég 30 tonna rétt- indin, auk þess sem hann var á öllum stigum minn aðalkennari í siglinga- fræði. Sem stýrimaður og skipstjóri hjá Sambandinu sigldi ég síðan þar til í desember 1972, en hóf störf hjá Hafnarfjarðarhöfn 1. janúar 1973 og hef verið þar síðan, eða í 25 ár.“ Það veganesti hefur reynst mér vel „Námsárin í skólanum eru dásam- legur tími í endurminningunni og veganestið sem ég hlaut þar hefur reynst mér vel. Ég var á heimavist skólans meðan ég var í fyrsta og öðr- um bekk og fékk því að kynnast því í raun hversu vel var fyrir öllu hugsað við byggingu skólans, sérstaklega hvað varðaði okkur nemendur utan af landi. Þá fann ég til stolts yfir að vera nemandi í þessu glæsilega húsi, sem athygli manna hefur beinst að undan- farna mánuði, þótt ástæðan sé önnur en ég hefði kosið. Það var þá í útjaðri byggðar í Reykjavík og um vorið sá ég úr glugganum mínum yfir Réttar- holtið þar sem fólk var að huga að kartöflugörðunum. Skólabyggingin var þá enn meir áberandi í landslaginu en nú og vottur um þann einstaka stórhug og sóma, sem sjómannastétt- inni og þeim atvinnugreinum sem hún stendur fyrir var sýndur — það er fiskveiðum og samgöngum á sjó. Byggingin stóð hátt og vitinn í lurnin- um vísaði bæði á táknrænan og fag- legan hátt örugga siglingaleið inn til hafnarinnar í Reykjavík. Auk þess sem aðstaðan í turninum var og er hluti af verklegri kennslu með sitt góða útsýni til sjávarins. Þótt sigl- ingafræðin sé ef til vill ekki eins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.