Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 31

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 31
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 31 að loknum starfstíma á sjónum og fái störf þar sem menntun og fyrri reynsla nýtist.“ Skipstjóraréttindin eru grunn- urinn „Sem betur fer eru til störf, sem þarfnast starfsreynslu skipstjórnar- mannsins. Ég tel mig hafa verið mjög heppinn, er ég á sínum tíma hætti á sjónum og hlotnaðist að fá starf þar sem menntun mín og reynsla hefur nýtst. Ég var svo sem ekki að hugsa um þennan möguleika þegar ég sá auglýsinguna um stöðu hafnsögu- manns hjá Hafnarfjarðarhöfn árið 1972. Þá taldi ég mig vera í mjög góðri stöðu, sem skipstjóri hjá traustu fyrirtæki. Hins vegar rifjaðist upp fyr- ir mér skemmtileg ferð sem við fórum á olíuskipinu Hamrafelli til Alaska 1966. Þá vorum við látnir koma við í Los Angeles til þess að taka hafn- sögumann fyrir Alaskahafnirnar. Þar kom um borð ljómandi skemmtilegur, norskættaður Ameríkani sem var með okkur í fjóra daga áður en við komum til fyrstu hafnar. Hann fullyrti að öll stærri fyrirtæki, sem hefðu viðskipti við Alaska hefðu sína eigin hafnsögu- menn og að ekkert þýddi að senda svo stór skip þarna norður eftir, öðruvísi en svo að með væri reyndur hafn- sögumaður. í Alaska væru aðeins fiskimenn og skipstjórnarmenn sem eingöngu hefðu reynslu af litlum skipum, og því ófærir um að leiðbeina svo stórum skipum. Þessi minning ýtti við mér og átti þátt í að ég ákvað að sækja um starf- ið. Ég var þá í siglingum á Evrópu- hafnir — England, Þýskaland, Pól- land og Danmörku. Meðan ég vann minn uppsagnarfrest notaði ég tæki- færið til þess að forvitnast um hvaða kröfur væru gerðar til manna í þessum störfum erlendis. Þær reyndust fyrst og fremst vera krafa um að þeir hefðu gilda skipstjórapappírana og hefðu reynslu sem skipstjórnarmenn á stór- um skipum. 1 dag erum við 12 sem sinnum þjónustunni við Hafnarfjarðarhöfn, þar af eru 10, sem hafa menntun og reynslu sem skipstjórnarmenn og tveir vélstjórar. Auk þess eru 5 af skipstjórnarmönnunum með réttindi vélavarðar. Það er engin spuming að þeir menn sem hafa slíka reynslu eru miklu færari um að sinna þessari þjónustu. Þetta eru menn sem vita hvað það er sem viðskiptavininn vant- ar. Síðustu árin hef ég verið aðili að Alþjóðasambandi skipstjórnarmennt- aðra yfirmanna hafna, IHMA (International Harbour Master Association), ásamt starfsbróður mín- um við Reykjavíkurhöfn. Þar er til þess ætlast að menn hafi gilda skip- stjórapappíra.“ Sigla 6-800 mílur eftir ís- lenskri þekkingu og vinnu „Ég tel að reynsla okkar manna við fiskveiðar og samvinna þeirra við veiðarfæra- og rafeindaiðnaðinn, hafi gefið góða útkomu, sem sést best af því hve erlend veiðiskip eru farin að leggja mikið upp úr að ná í íslensk veiðarfæri og íslenska þekkingu. Nú er svo komið að við erum farnir að þjónusta stóran hluta erlendra fiski- skipa sem er á veiðum í Norður- Atl- antshafi. Þessi skip koma og landa sínum afla hér, kaupa hér veiðarfæri, vistir og olíu, auk þess sem mikið færist í vöxt að íslensku fisksölufyrir- tækin selji afla þeirra. Svo ekki sé minnst á þá ágætu breytingu sem orð- ið hel'ur síðustu 4-5 árin hjá íslenska skipa- og járniðnaðinum. Það er skemmtileg breyting að sjá þegar er- lend skip láta sig ekki muna um að sigla nokkur hundruð mflur hingað norður til okkar, til þess að ná í þá kunnáttu og vinnutækni sem íslenskur iðnaður hefur upp á að bjóða. Þetta sést meðal annars hér í Hafnarfjarðar- höfn þar sem fyrirtækið Vélsmiðja Orms og Víghmdar er búið að festa kaup á annari flotdokk. Þar er stefnt á að þjóna, ekki aðeins íslenskum skip- um, heldur einnig fiskiskipum okkar nágrannaþjóða. Þá sýna átökin sem í vetur urðu um að fá Sjávarútvegssýn- inguna að mönnum í öðrum löndum er ljóst, að hér er fyrir hendi fyrsta flokks þekking á framleiðslu veiðar- færa og tækja sem varða fiskveiðar. Það er sú ánægjulega þróun sem orð- ið hefur í fiskveiðum okkar, sem gef- ið hefur þessari uppbyggingu kraft. Þar fléttast saman góð fiskveiðistjórn- un og færni þess fólks sem á þessum vettvangi starfar. Ber sá kraftur sem nú er í íslensk- um sjávarútvegi og þeim greinum er honum tengjast, svo sem veiðarfæra- gerð, skipa- og járniðnaði o.fl., ekki vott um að styrkja beri þá skóla, sem að menntun sjómanna standa? Að þeir fái að vera í l'riði í sínu húsnæði, Sjó- mannaskólanum. En leggja þess í stað allt kapp á að auka aðsókn og bæta menntunina. Starfsfólk skólanna mun ekki láta sitt eftir liggja. Það vinnur ötullega að því að hafa námið sem sveigjanlegast og koma þannig til móts við bæði atvinnulífið og nem- endur. Eins og staðan er í dag, er ég þess fullviss að aðsókn að þessum skólum á eftir að aukast. Því er nauð- syn að vinna hratt og vel að endurbót- um og eðlilegu viðhaldi á húsnæði þeirra, svo þeir haldi áfram að vera okkar stolt. Sömuleiðis vona ég að samvinnan við KHI eigi eftir að verða öllum þessum skólum til heilla.“ Hér látum við spjalli okkar við Sig- urð Hallgrímsson lokið og óskum honum og Hollvinasamtökunum heilla og giftu í baráttu sinni fyrir hag Sjómannaskólans og framtíð hans. AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.