Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 44
44
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Hér situr Björgvin við einn af litgrafísku vélarrúmshermunum. Hver afþessum tölvum er sjálfstœður hermir og verðmœt-
ið skiptir milljónum. (Ljósm.: Sjómdhl.: AM).
sem ég raunar taldi mig vita fyrir, að
heildarlengd vélstjóranámsins er
mjög áþekk. Ef nokkuð er þá er nám-
ið hjá okkur ögn styttra. Nú er pró-
fessor í Háskóla Islands að ganga frá
skýrslu um þessi mál og þótt ég hafi
ekki séð lokaniðurstöðu hans, þá held
ég að hún muni staðfesta að námið
hér í Vélskóla íslands og námið á
Norðurlöndunum er eins og vera ber
mjög sambærilegt. Þó held ég að við
höfum visst forskot, þar sem upp-
bygging námsins byggist á fleiri þrep-
um réttinda. Þetta fyrirkomulag stuðl-
ar að auki að meiri sveigjanleika,
þannig að ef menn af einhverjum
ástæðum verða að hætta námi munu
þeir geta nýtt sér tiltölulega stóran
hluta námsins þegar að réttindunum
kemur. Því verður ekki um hreint
brottfall að ræða eins og í mörgu
skólanámi öðru hér á landi þar sem
þetta hefur verið vandmál.
Að jafnaði eru um tvö hundruð
nemendur í skólanum, stundum
nokkru fleiri á haustönn og nokkru
færri á vorönn. Á undanförnum árum
hefur þessi tala nemenda verið svo til
óbreytt. í rauninni eru nemendur úti
um allt land byrjaðir í vélstjóranámi.
Þeir afla sér verulegs hluta grunn-
menntunarinnar í sinni heimabyggð
og koma síðan hingað og fá hann met-
inn. Þegar menn því ræddu um fækk-
un hjá okkur eftir að við tókum upp
áfangakerfið, þá láðist þeim að huga
að því að við vorum komnir með allt
aðra stöðu í skólakerfinu og að nem-
endur höfðu þegar hafið vélstjóranám
f nánast öllum framhaldsskólum
landsins. Svo eru vélstjórnarbrautir
víða um land, svo sem á Isafirði, í
Vestmannaeyjum, á Akureyri og í
Keflavík og stundum á Hornafirði, en
á Neskaupstað stefna menn að því að
byggja upp góða aðstöðu fyrir vél-
stjóranám. Óska ég þeim til hamingju
með það.“
Réttindakröfurnar þarf að
auka
„Einhvern margbrotnasta tækni-
búnað sem fyrirfinnst í skipum er að
finna um borð í skuttogaraflotanum
okkar. Þetta eru gífurlega tæknivædd
skip og þarna er ekki bara um hefð-
bundinn vélbúnað að ræða, heldur eru
þarna heil frystihús og stundum fiski-
mjölsverksmiðjur innanborðs. Menn
þurfa því að hafa til að bera tækni- og
verkþekkingu sem spannar mjög
breitt svið, því í langflestum tilfellum
er þetta mikið flóknari búnaður en
gerist um borð í miklu stærri kaup-
skipum, sem oft eru með tiltölulega
einfaldan vélbúnað, þótt sjálfar aðal-
vélarnar séu stórar og aflmiklar. Þetta
minnir á að víða þarf að auka réttinda-
kröfurnar en ekki minnka þær. Einnig
þarf að hafa í huga að áhafnir frysti-
togara eru fjölmennari en kaupskipa
og má því ekki slaka á öryggiskröf-
um.
Samkvæmt kröfum STCW um
menntun eru réttindastig skilgreind út
frá afli aðalvéla. Má segja að í þessari
reglu felist ákveðinn veikleiki, því
mörg tæknivædd fiskiskip, eins og
frystitogararnir, eru ekki með aflmikl-
ar aðalvélar, en krefjast eigi að síður
mikillar þekkingar af vélstjórunum, í
það minnsta yfirvélstjóra. Þarf hann
því að hafa aflað sér fyllstu réttinda,