Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 46
46
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
„Þar reyndum við hve þorstinn kvelur
menn óskaplega“
Frásögn Kjartans Guðjónssonar vélstjóra af hrakningum vélbátsins Kristjáns RE-
90 árið 1940, en þeir eru einir hinir mestu sem sögur fara af hér við land
Varla munu nokkrir hrakningar
á sjó hér við land verða mönnum
eftirminnilegri en hrakningar vél-
bátsins Kristjáns RE-90 árið 1940,
en þá hrakti bátinn í illviðri, vélar-
vana og sambandslausan við um-
heiminn, úti af Reykjanesi í tólf
daga. Hann var talinn af og minn-
ingarathöfn um skipverjana fimrn
stóð fyrir dyrum þegar bátinn bar
loks inn í brimskaflinn í Skiptivík í
Höfnum. Einn áhafnarmanna var
Kjartan Guðjónsson vélstjóri. Þótt
Kjartan sé nú orðinn 91 árs að aldri
man hann þessa hrakninga vel og
kveðst minnast hins 1. mars ár
hvert sérstaklega, en þann dag náði
Kristján RE-90 loks landi. „Mér
finnst ég alltaf vera 33 árum yngri
en ég er,“ segir hann, „vegna þess
að þarna fékk ég lífið aftur, löngu
eftir að ég var talinn dauður.“
Kjartan býr nú á Hrafnistu í
Hafnarfirði í stóru og rúmgóðu
herbergi og á góðviðrisdögum sér
hann til sjö kirkna út um gluggann.
Auðvelt er að sjá að hann hefur ver-
ið mikið hraustmenni. Hendurnar
eru stórar og vinnulúnar og bera
merki athafnasamrar ævi. „Nú
fyrst hefur maður það verulega
gott,“ segir hann, „maður þarf ekki
einu sinni að hugsa. Ég bjó lengi
einn með yngstu börnunum mínum
eftir að konan mín lést 1970. En eft-
ir að þau fóru að heiman hef ég far-
ið í sólarlandaferðir og átt ágæta
ævi. Á Hrafnistu er gott að vera og
ég lifi eins og blómi í eggi.“ Hér á
eftir fer frásögn Kjartans af þess-
um atburðum, eins og hann rifjaði
þá upp fyrir ritstjóra Sjómanna-
dagsblaðsins, og við byrjum á að
spyrja hann um ætt og uppruna.
„Eg er fæddur í Hlíð undir Austur-
Eyjafjöllum 29. mars 1907, annar í
röð þriggja systkina, og foreldrar
Guðmundur Ó. Bœringsson skipstjóri
mínir voru þau Guðjón Sigurðsson og
Vilborg Tómasdóttir,“ segir Kjartan.
„í foreldrahúsum í Hlíð ólst ég upp
allt fram að tvítugu og það voru góð
ár, þótt snemma værum við látin fara
að vinna, til dæmis var ég farinn að
standa við slátt daglangt tíu ára gam-
all. En alltaf höfðum við nóg að bíta
og brenna og skorti ekkert.
Ég byrjaði að róa úti á Austur-
Eyjatjallasandi, eða „Sandi“, eins og
við kölluðum það, þegar ég var á
fimmtánda árinu. Ég var þarna á átt-
æringi sem Lovísa hét og var þá vita-
skuld aðeins hálfdrættingur. En 1926-
1927 fór ég á vertíð í Vestmannaeyj-
um og þaðan sótti ég vertíð í ein 17 ár.
Ég var þó aðeins á vetrum í Eyjum en
heima í Hlíð að sumrinu. í þau ár sem
ég sótti sjó frá Vestmannaeyjum var
ég á ýmsum bátum en þó mest á ein-
um báti sem hét Lundinn, var þar hjá
afbragðsskipstjóra, Þorgeiri Jóels-
syni. I Eyjum tók ég vélstjórapróf árið
1929 og var yfirleitt vélstjóri eftir
það.“
í skipspláss á Kristjáni
„Tildrög þess að ég réði mig á
Kristján voru þau að ég var þá nýtrú-
lofaður og hafði farið með unnustuna
austur undir Fjöll að kynna hana. En
þegar ég kom til Reykjavíkur að nýju
rakst ég á mann sem ég þekkti og
kvaðst hann vita um bát sem vantaði
vélamann á. Tók ég að spyrja hann
nánar um þetta og kvað hann víst að
ég fengi pláss á þessum báti. Báturinn
reyndist vera Kristján RE-90, 15 lesta
bátur og sagður prvðilegur í alla staði,
sem og reyndist. Utgerðarmaður hans
var Lúðvík Guðmundsson. Báturinn
hafði áður heitið Jón Finnson og ver-
ið smíðaður í Reykjavík 1923, svo
hann var 17 ára þegar hér var komið
sögu. í honum var45 ha. Bolindervél.
Fór ég nú og fann að máli skip-
stjórann, Guðmund Bæringsson.
Hann var mjög hægur maður og stillt-
ur svo mér leist þegar vel á hann og
var fastmælum bundið að ég tæki
plássið. Við vorum á línu og fiskirí
reyndist í meðallagi þarna þegar við
byrjuðum og man ég að ekki höfðum
við farið marga túra þegar þessi ósköp
dundu yfir okkur. Við vorum fimm a