Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 55

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 55
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 55 á Súðinni, sló ég til og var skráður 31. október 1934. Þá var ég tvítugur. Þegar við komum úr ferðinni var Viator farinn og ég sat kyrr.“ í sex ár á Súðinni „Skipstjóri á Súðinni var þá Ingvar Kjaran og Súðin var ýmist í strand- ferðum eða utanlandssiglingum. Fast prógram var að lesta saltkjöt á strönd- inni og sigla með það til Noregs. Venjulega var byrjað að losa í Bergen og síðan losaðar nokkrar tunnur á hverri höfn og endað í Osló. Oft var þröng á þingi í strandferðunum á Súð- inni, farþegapláss yfirfull og einnig oftast margir í lest. Hún var nú aldrei fljót í ferðum sú gamla, en vel fór hún með mannskapinn, því þar voru engin koppaköst, alltaf þessi óbifanlega ró á hverju sem gekk. Eg var svo þarna á Súðinni næstum óslitið í sex ár eða til 1940, en frá dregst að vísu það sem ég var í Stýri- mannaskólanum, en þaðan lauk ég prófi úr farmannadeild 1939. Næstu 12 árin er ég svo stýrimaður á ýmsum skipum félagsins, ýmist 1., 2., eða 3. eða þá skipstjóri. Þess skal getið að 1. júlí 1939 kvæntist ég konunni minni, Margréti Sigurðardóttir, Sigurðar Þorsteinsson- ar frá Steinum á Bráðræðisholti, sem byggja lét Aðalbjörgina og var með Regin og lleiri skip. Hún er systir þess fræga aflamanns, Einars heitins Sigurðssonar á Aðalbjörginni RE., en synir Einars hafa fetað í fótspor föður síns og afa sem afburðasjómenn. Þess skal getið að á þessum árum fengu menn helst ekki pláss á skipum nema þeir væru giftir, þótt ekki réði það úr- slitum um að ég stofnaði til hjúskapar þarna. Þegar ég réði mig að nýju á Súðina var ég í fyrstu aðeins léttmatrós svo- nefndur, þótt ég væri kominn með fullgilt próf. En svo gerist það einn morgun 1939, þegar ég var að þrífa og pússa um borð, að skipstjórinn kallaði á mig og bað mig að finna sig. Kvað hann sig vanta 3. stýrimann og þar sem ég var eini maðurinn um borð með réttindi hækkaði ég heldur betur 1 tign þama á skömmum tíma. Var ekki laust við að skrýtinn svipur kæmi á marga skipsfélaga inína um hádeg- Skipstjórinn ífullum skrúða. isbilið — ég sem hafði verið að skúra og pússa um morguninn var nú orðinn yfirmaður þeirra sem ýmsir höfðu verið langtum lengur á skipinu. Þess skal getið að ég var á Súðinni 10. apríl 1940 þegar Island var her- numið og var skipið þá statt sunnan við Liverpool. Vorum við þá kyrrsett- ir og vorum hálfgerðir fangar urn tæp- lega mánaðar bil. En eftir þetta sigld- um við iðulega til Englands á Súðinni og lá leiðin þá ýmist á austur- eða vesturströndina. Ogetið er svo þess að á stýri- mannsárunum á stríðsárunum var ég oft lánaður sem varðskipsmaður, var til dæmis á þeim Óðni, Sæbjörgu og Þór. Þannig var ég einmitt „í láni“ hjá Landhelgisgæslunni þegar árásin var gerð á Súðina fyrir norðan 16. júní 1943. Ég kom einmitt um borð í skip- ið að nýju á Húsvík, en þangað hafði það verið dregið eftir árásina. Ég var á skipinu í þó nokkur ár eftir þetta, en leysti þó af og til af á skipum Skipa- útgerðar Ríkisins, aðallega á Esjunni, sem fyrst kom til landsins 1939. Atviki man ég eftir sem gerðist þegar ég hafði verið „lánaður“ sem 1. stýrimaður um borð í varðskipið Sæ- björgu á stríðsárunum. Við á Sæ- björgu, en Hannes Friðsteinsson var þá skipherra, stóðum togara að nafni War Grey að ólöglegum veiðum úti af Sandvík. Þetta var vopnaður togari og þegar við nálguðumst miðaði hann á okkur vélbyssu sinni. En ég tók mér stöðu við óhlaðna fallbyssuna okkar og lést mundu skjóta á hann nema hann stöðvaði. Þá rétti sá við vélbyss- una upp báðar hendur, því þeir vissu auðvitað ekkert um að fallbyssan sem ég miðaði var tóm! Stóð þannig í nokkru þófi þar til okkur tókst um síð- ir að koma 2. stýrimanni, en hann var Guðni Thorlacius, um borð í togar- ann. Guðni hafði enga einkennishúfu, svo ég kastaði minni húfu á eftir hon- um unt borð í bátinn til hans svo ein- hver valdsmannsbragur yrði nú á hon- um! En War Grey vildi ekki stöðva samt sem áður og tók að sigla austur með landi. Við eltum hann um tíma, en þá tók Ægir við og tókst loks að stöðva hann við Vestmannaeyjar. En alltaf hefur mér orðið hugsað til þess að ójafn var þessi leikur — við á Sæ- björgu með tóma byssuna en þeir á War Gray með fullhlaðna vélbyssu!” Sjö manns bjargað úr sjávar- háska „1947-1948 lét RíLisskip byggja fyrir sig tvö 400 lesta skip, Skjald- breið og Herðubreið, í Greenoch nærri Glasgow í Skotlandi. Var ég síð- ari hluta vetrar í Skotlandi að fylgjast með smíði skipanna og var fyrsti stýrimaður á Skjaldbreið á heimsigl- ingunni í apríl 1948. Skömmu síðar tók ég við skipstjórn á Skjaldbreið og var með hana til 1954, þótt ég væri í afleysinguin á fleiri skipum, einkum á Heklu, Esju og Þyrli. Fastur skipstjóri hjá Ríkisskip varð ég vorið 1952. En 1954 tók ég við Þyrli að fullu og var með hann til 1959. Á Þyrli voru flutn- ingarnir olía á ströndina og lýsi til út- landa, einkum til Þýskalands og Hollands, og fórum við víst einar 60 ferðir með lýsi. Þyrill var á ýmsan hátt erfitt skip að sigla, því hann lá djúpt og tók ölduna mikið á sig. Skjólborðin á honum voru varla meira en metra há. Eitt sinn, það mun hafa verið um jólin 1955, vorum við á Þyrli í leigu- ferð milli Noregs og Þýskalands og vorum þá svo lánsamir að bjarga skipshöfn, sjö manns, af norska skip-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.