Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 56

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 56
56 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Huginn og Muninn ífylgcl með Valkyrjunni. Eitt œskuverka Tryggva Blöndal. inu Speröy sem sökk í ofviðri í Skagerak. Fyrir þetta fékk ég viður- kenningarskjal og silfurflaggstöng frá norskum yfirvöldum. Hvers kyns heiðursmerki vegna þessa afþakkaði ég og hef ætíð haft það fyrir sið. Þó gat ég ekki neitað þegar ég var sæmd- ur heiðursmerki Sjómannadagsins á síðasta ári — enda vissi ég ekki um þá fyrirætlun fyrr en með dags fyrirvara. í október 1959 fór ég til Hollands að líta eftir smíði Herjólfs fyrir Vest- mannaeyinga. Sigldi ég honum heim og var með hann til 1961 eða þar til ég tók við Esju. Með Esju var ég svo í tíu ár alls.“ Skipstjóri á Esju 1961-1969 „Eftir að ég fer af Herjólfi 1961 tek ég við Esju, eins og áður segir, og er með hana óslitið þar til hún er seld úr landi 1969. Þótt ekki gerðust nein stórtíðindi á því tímabili, verður það að teljast litríkasta skeið minnar sjó- mannsævi. Þúsundir ferðuðust með Esju þessi árin og maður kynntist fjölda fólks af öllum gerðum, en það er nú liðin tíð og aðeins minning. Siglingatækin voru nú ekki fullkomin þegar ég var að helja mína skipstjórn — í fyrstu aðeins kompásinn og léleg- ur dýptarmælir, en smám saman fór þetta batnandi. En lengi hjálpaði mér það mikið að ég gat teiknað: Ég teikn- aði nefnilega miðin inn á hinar ýmsu hal'nir og það kom mér að ómetanlegu gagni. Annars hef ég alltaf málað í tómstundum mínum, bæði landslags- og mannamyndir að ógleymdum ótal skissum, stærri sem smærri og ég hef varið miklum tíma í að skera út og eru útskurðarmunir mínir orðnir fleiri en ég hef tölu á. Nokkuð af málverkum mínum og útskurði má sjá hér í vistar- verum okkar Margrétar. 1969 fer ég lil Akureyrar að líta eft- ir smíði Heklu II. og er með hana til 1971. En þá gerðist sama sagan, ég tók að mér eftirlit með Esju III., sem einnig var smíðuð á Akureyri, og var með hana allt til ársins 1979. Þá hætti ég sjómennsku en vann ýmis störf í landi hjá Ríkisskip eftir það um tíma. Löngunt var hægt að halda uppi strandsiglingum með farþega á sumr- um, þá borguðu þær sig, en ekki nema fram í ágúst eða september, þótt um jól, páska og Hvítasunnu væru skipin full. Um jólin var mikið um skóla- fólk. Páskaferðirnar tilheyrðu að mestu skíðamótunum, einkum á Ak- ureyri og á Isafirði, alltaf yfirfullt í þeim ferðum. Nú, og svo um Hvíta- sunnuna voru ýmsir hópar með skip- inu, karlakórar, leikflokkar og fleiri. I sambandi við hringferðirnar á sumrin voru oft skipulegar skoðunar- ferðir sem hófust í júní eða júlí. Þá voru teknir svona 100 farþegar og ætluð 50 pláss fyrir fólk sem þurfti að komast með á ströndinni. Yfirfullt var ávallt í þessum ferðum og ósjaldan ekki hægt að taka alla sem vildu kom- ast með. Ef farið var vestur um þá fóru far- þegar oft í land á Akureyri og komu aftur um borð á Húsavík, eftir að hafa skoðað sig um á ýmsum stöðum á leiðinni. A Austfjörðum var farið frá Reyðarfirði upp á Hérað og hringinn til Reyðarfjarðar aftur, þar sem skipið beið fólksins. Þetta var mjög vinsælt.“ Sumarauki „Jú, vissulega voru þessar ferðir eins konar sumarauki hjá manni og gaf þessu líf og lit sem ekki gleymist. Maður kynntist þarna ótrúlegum fjölda fólks — listamönnum, skáld- um, verkamönnum, sjómönnum,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.