Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 95

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 95
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ að við höfum tekið tvö höl eftir þetta og vorum við þá komnir með fullt skip. Við höfum verið búnir að sigla í eina sex tíma suður eftir og höfðum lagt svo sem 60 mílur að baki, þegar veðrið skall á. Mér er það minnisstætt að við höfðum siglt á rennsléttum sjó og var langt liðið á dag þegar hann byrjaði skyndilega að skafa og særok- ið dundi á okkur. Svo jókst þetta smátt og smátt og við urðum að fara að slóga upp í. Öldurnar voru það miklar að við urðum að keyra á fullri ferð upp í þær og setja svo á hálfa ferð á leiðinni niður. Um nóttina fengum við brot á annan björgunarbátinn og losuðum okkur við hann þegar birti að morgni. Um morguninn fréttum við líka af erfiðleikum annarra togara. Þá hafði allmikill ís safnast á skipið og var tekið til að berja hann af. Til dæm- is hlóðst svo mikið á vantana í formastrinu að menn náðu varla utan um strengina. Annars safnaðist ekki jafn mikill ís á gufutogarana og díeseltogarana, vegna þess hve keis- inn, skorsteinninn og annað var heitt. Við höfðum verið með fisk á dekki, en honum hafði öllum skolað út um nóttina. í þessu stóðum við í um það bil sólarhring, en þá tók að lægja og hægt var að sigla áfram heim. En þeg- ar komið var undir Garðskaga lentum við í mikilli brælu og þar brotnaði gluggi í brúnni, en öðrum óskunda man ég ekki eftir, enda mátti segja að nóg væri komið.“ Hlaut dýrniæta reynslu á gufutogurunum „Ég var á Pétri Halldórssyni til 1960, en þá hugðist ég fara í land. En úr því varð ekki og í janúar 1961 fer ég á Jón forseta, var að leysa yfirvél- stjórann af. Skipstjórinn var Árni Guðmundsson. Á Forsetanum var ég fram á mitt árið, þegar ég fór einn túr á Agli Skallagrímssyni, en eftir það fór ég í land og var í smiðju nokkurn tíma. Nú varð hlé á sjósókn hjá mér þar til ég í mars 1963 skráði mig á togarann Geir sem Síldar- og fiski- mjölsversmiðjan Klettur gerði út, og var þar með Jónmundi Gíslasyni skip- stjóra. Á Geir var ég allt til þess er Klettur hætti útgerð, en þá byrjaði ég Vélamar hífðar um borð ínýja varðskipið. (Ljósm.: Þór Vignir Steingrímsson). á Þormóði goða hjá Magnúsi Ingólfs- syni skipstjóra og var þar fram í júlí 1969. Þormóður goði var með díesel- vél og miklu betur tækjum búinn en þau skip sem ég hafði kynnst fram til þess tíma. Annars voru þessir togarar, nema Þormóður goði, eins og ég sagði, með olíukyntar gufuvélar og sem vélstjóri þar hlaut ég dýrmæta reynslu. Verk- færakosturinn sem við höfðum var lít- ill, aðeins borvél, hamar, skiptilyklar og slíkt, og fyrir vikið æfðust menn í að komast af með fábrotin áhöld. Um borð í Þorsteini Ingólfssyni var þó rafsuðuvél, sem var í afar fáum skip- um þá. Um læki eins og rennibekk var ekki að ræða. Gufutogararnir voru annars þægilegir að því leyti að þeir voru afar hljóðlátir, þótt víða væru díesel-ljósavélar sem spilltu þögninni. Til þess að ráða bót á því og nýta guf- una betur, keyptu ýmsar útgerðir gufuljósavélar og þá mátti hlusta á út- varp niðri í vélarrúminu. Það var ekki fyrr en með síðari nýsköpunartogur-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.