Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 96
96
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blómsveig var varpað í sjóinn frá borði á Tý áirið 1995 til þess að minnast sœfarenda sem fórust á stríðsárunum. Við
það tœkifœri varþessi mynd tekin af áhöfninni. Fremst fyrirmiðju sitjaþeir Höskuldur Skarphéðinsson skipherra og Þór
Vignir. (Ljósm.: Guðmundur Valdimarsson bátsmaður).
unum að díeselvélarnar koma og
munu fyrstu díeseltogararnir hafa ver-
ið Hallveig Fróðadóttir, Jón Þorláks-
son, Þorkell Máni og Gylfi frá Pat-
reksfirði. En þótt gufuvélarnar hefðu
sitthvað til síns ágætis þá vildi ég
samt ekki skipta á þeim og díeselvél-
unum. Því veldur hve langtum hrein-
legra og loftbetra er að umgangast
díeselvélarnar og sjálfsagt líður lang-
ur tími þar til þær verða leystar af
hólmi.“
Kaflaskil — deilan
um 50 mílurnar
„Þegar ég fór af Þormóði goða
urðu kaflaskil hjá mér. Ég var tekinn
að þreytast á togaramennskunni og
vildi breyta til. Spurðist ég fyrir um
hvort pláss væri að hafa hjá Land-
helgisgæslunni og var erindi mínu vel
tekið þar. Var ég skráður á varðskipið
Þór þann 15. janúar 1970. Þór hafði
þá skemmst talsvert mikið í eldsvoða
og var verið að koma honum í gagnið
aftur um þær mundir. Á Þór var þá
skipherra Helgi Hallvarðsson og
nefni ég hann hér þar sem hann var
fyrsti skipherrann sem ég sigldi með.
Ég var svo á skipum Landhelgisgæsl-
unnar einu á eftir öðru — Þór, Ægi,
Óðni og Árvakri. Ég held að ég hafi
siglt með öllum kapteinunum sem þá
voru starfandi, þeim Helga Hallvarðs-
syni, Guðmundi Kjærnested, Sigurði
Þ. Árnasyni, Gunnari Ólafssyni,
Þresti Sigtryggssyni, Bjarna Helga-
syni, Ásgrími Ásgeirssyni og síðan
yngri mönnum, eins og Ölal'i Val Sig-
urðssyni, Höskuldi Skarphéðinssyni
og Sigurði Steinari Ketilssyni.
Minnisstæðasti tíminn á skipum
Landhelgisgæslunnar var auðvitað sá
tími þegar Þorskastríðin geisuðu, það
er að segja deilan um 50 mílurnar og
deilan um 200 mílurnar. Ég var á Þór
þegar 50 mílna deilan hófst 1. sept-
ember 1972 og við vorum stöðugt að
klippa á vírana hjá bresku togurum og
alltaf að lenda í árekstrum. Gömlu
vélarnar í Þór höfðu verið gallagripir,
en þarna var hann kominn með nýjar
Mannheimvélar fyrir skömmu, af-
bragðsgóðar vélar, sem settar höfðu
verið í hann í Álaborg. Þór gekk nú
ágætlega sem kom sér vel, því oft lá
mikið við að geta forðað sér þegar
sigla átti á okkur, en við vorum alltaf
þar sem bardaginn var harðastur. í
Álaborg hafði skipinu líka verið
breytt og meðal annars sett á það
þyrluskýli, sem oft laskaðist í hasarn-
um á miðunum.
Sérstaklega voru dráttarbátarnir
sem Bretar sendu á miðin varhuga-
verðir. Freigáturnar voru að vísu
hraðskreiðar, en þær voru þungar og
ekki jafn snarar í snúningum og drátt-
arbátarnir, sem einkum var ætlað að
laska okkur. Þeir höfðu ámóta gang-
hraða og varðskipin þá og eltu okkur
iðulega, en drógu okkur sem betur fer
ekki uppi. Við vélstjórarnir á Þór gát-
um stjórnað vélunum úr stjórnklefa
sem var í dekkhæð. Stóð einn vél-
stjóri við stjórntækin fyrir hvora vél
og oft varð að bregða hart við þegar
mikið gekk á. Ekki síst þegar við
hugðumst klippa á víra og sigldum þá
aftan við togarana sem reyndu að
bakka til að bjarga vírunum. Stóð þá
oft tæpt að þeir bökkuðu á okkur. Svo
löskuðu freigáturnar okkur auðvitað
líka stundum."
Það var ævintýri að fylgjast
með smíði vélanna
„Annars er tekið að fyrnast yfír
margt það sem gerðist í deilunni um
50 mflurnar og einhvern veginn man
ég betur eftir 200 mílna slagnum, en