Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 101
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
101
kopar, stóðu hvor í sinni síðu stýris-
hússins, svo hægt var að stjórna hvor-
ri vél fyrir sig, sem oft kom sér vel í
þröngum höfnum. Einnig var hægt að
keyra aðeins aðra vélina, ef önnur bil-
aði. Stýrishjólið var einnig úr mahóní.
Fyrsta olíuþrýsta stýrisvélin sem
Landssmiðjan framleiddi var sett í
Richard.
Alla stríðsveturnar var honum bók-
staflega siglt eftir áætlun milli íslands
og Englands með ísfisk og aldrei
spurt um veður, heldur farið af stað
þegar búið var að fylla og loka lest-
um. Samt urðu ekki önnur óhöpp en
þau að aðeins brotnaði ein hliðarrúða
í brúnni á skipinu og ávallt skilaði
hann bæði farmi og áhöfn heilu í höfn
að leiðarlokum.
Veturinn 1940 var sá sem þetta rit-
ar háseti á Huginn 2. hjá Guðbirni
Jónssyni í hinu ágætasta skiprúmi. Þá
um haustið hafði verið keypt til ísa-
ijarðar skip sem hét Pétursey. Á því
var stýrimaður Hallgrímur Pétursson
frændi minn. Við vorum bræðrasynir
og góðir vinir, en hann var fjórum
árum eldri en ég og tók ég hann mér
mjög til fyrirmyndar. Þetta haust átti
að halda stýrimannanámskeið á ísa-
firði, sem margir jafnaldrar mínir ætl-
uðu á, en þegar ég ræddi það við
Halla heitinn þá hristi hann hausinn
og sagði að það skyldi ég aldrei gera,
Eflaust gæti ég fengið stýrimanns-
pláss á bátunum heima þegar nám-
skeiðinu væri lokið, sagði hann, ”en
þá verður þú fastur þar og ferð aldrei
lengra. Þegar Pétursey fer á síldina í
sumar verður íjölgað mönnum og þá
kemur þú um borð og verður þar svo
áfram næsta ár og hel'ur þá náð nægj-
anlega löngum siglingatíma til þess
að fara beint í Stýrimannskólann í
Reykjavík. Og þegar þú ert búinn þar,
þá verð ég búinn að fá einhvern dall
undir fæturnar, og þá vantar mig stýri-
mann.”
En svo fór um sjóferð þá. Mennirn-
ir áætla, en Guð lilýtur að ráða: Pét-
ursey fór frá Vestmannaeyjum áleiðis
til Englands þann 10. mars 1941 og
hvarf þá í hafi með öllum mannskap.
Seinna kom í Ijós að hún hafði verið
komin langleiðina til Englands þegar
hún var skotin niður af kal'báti.
Þegar Pétursey var farin var Ric-
Richard ÍS-549 á leið í siglingu.
hard eina skipið á Vestfjörðum sem
gat fullnægt þörfum mínum fyrir sigl-
ingatíma. Ég fór þá til Björgvins
Bjarnasonar og sagði honum frá þeir-
ri fyrirætlun minni að fara í Stýri-
mannaskólann og ef ég gæti ekki
fengið pláss hér heima, yrði ég að fara
suður í leit að skiprúmi. Björgvin tók
mér vel og sagði að ég gæti fengið
pláss á Richard strax á sfldinni og síð-
an verið áfram þar til siglingatíman-
um hefi verið náð, ef skipstjóranum
líkaði vel við mig.
Ég fór því á Richard sem háseti
vorið 1941 og var þar þangað til ég
fór í skólann. Að námi loknu kom ég
heim aftur og réðist þá stýrimaður á
Richard, þar til ég tók við skipstjórn á
honum þegar starfstíma stýrimanns
var náð. Haustið 1946 var ég við rek-
netaveiðar á Húnaflóa, og þar stóð til
að fylla skipið af síld frá söltunarstöð
Björgvins á Hólmavík og fara til Sví-
þjóðar og setja nýja vél í bátinn, en
halda að því búnu á togveiðar. Það var
álitlegur kostur, því vegna þess hve
Björgvin var langur hefði liann örugg-
lega togað vel. En í vertíðarlokin
sagði Björgvin mér að hann hefði
ekki efni á vélarkaupunum og yrði að
hætta við þau. Ég óskaði þá að losna
frá samningi mínum og var það auð-
sótt. Hann vissi að nýsköpunartogar-
arnir voru að koma og að þangað stóð
hugur ungra manna. Við lukum því
fimm ára samstarfi okkar í góðri sátt.
Sendum öllum íslensíuim
sjómönnum árnaðaróskir á
íiátíðisdeLji þeirra
DAGSBRÚN
FRAMSÓKN