Eimreiðin - 01.01.1925, Qupperneq 11
eimreidin
EIMREIÐIN ÞRÍTUQ
7
eða útgefanda þótti slægur í, en minna fyrir hitt, sem veiga-
Htið þótti. Síðastliðið ár var fylgt þeirri reglu að greiða rit-
iaunin þannig, að þau færu aldrei niður fyrir ákveðið lágmark,
og munu lágmarksritlaun þau, sem Eimr. nú greiðir, rúmlega
ferfalt hærri en ritlaunataxti sá, er fylgt var í upphafi.
í fyrstu var það ætlun ritstjórans að Iáta Eimr.
koma út í 5 arka heftum, fjórum sinnum á
ári, gera hana að ársfjórðungsriti. Ur þessu varð þó ekki, og
komu aðeins 2 hefti út fyrsta árið. Verðið var lágt, einar 2
krónur, enda seldist ritið fljótt. 2. árg. varð því 3 hefti og
verðið 3 krónur. Við það sat unz ritið fluttist til Reykjavíkur.
Fyrsta árið, sem Eimr. var prentuð í Reykjavík, kom hún út
í tveim 10 arka heftum. Næsta árið voru heftin fjögur, alls
20 arkir, á 5 kr. árg. eins og árið áður. En árið 1920 stækk-
aði hún upp í 24 arkir á ári, og var áformið að gefa hana
út annanhvorn mánuð. Þetta komst þó ekki fullkomlega í
framkvæmd. Árið 1920 komu út fjögur hefti, 2 átta arka og
2 fjögra arka. 1921 voru heftin 3, öll átta arka. 1922 komu
út fimm hefti, þar af 4 fjögra arka og 1 átta arka. Árin
1923 og 1924 hefur ritið komið út á sama hátt og 1920. En
frá þessum áramótum er ætlast til, að það komi út ársfjórð-
ungslega, 4 sex arka hefti á ári. Er það bæði eðlilegra og
handhægara að ritið komi út ársfjórðungslega, í jafnstórum
heftum, en að hafa þau mismunandi að stærð. Verð ritsins
hefur verið tíu krónur árgangurinn síðan árið 1920. Mun það
verð haldast óbreytt þetta ár, þó að prentunarkostnaður allur
hafi hækkað að mun frá síðustu áramótum. Ber eg svo gott
traust til kaupendanna, eftir þá viðkynningu, sem eg hef haft
af þeim, að eg hygg, að þetta muni óhætt. Veit eg líka, að
Eimr. muni aukast áskrifendur á þessu ári ekki færri en árið
sem leið. En þá er fjárhagslegu hliðinni borgið. Má í þessu
sambandi benda á það, að Eimr. hefur aldrei notið styrks af
opinberu fé, frá stofnunum eða stjórnmálaflokkum, en það er
fágætt, eða jafnvel einsdæmi, hér á landi um jafngamalt bók-
mentalegt fyrirtæki og hún er. Þingeyingar, sem þó voru
pólitískir andstæðingar dr. Valtýs, samþyktu eitt sinn á þing-
málafundi áskorun til alþingis um að veita Eimr. styrk, svo
Ötkoma.