Eimreiðin - 01.01.1925, Page 12
8
EIMREIÐIN ÞRÍTUG
EIMREIÐIN
hún gæti stækkað. Dr. Valtýr var þá svo settur á þingi, að
honum hefði verið í lófa lagið að fá því framgengt. En þess
skal getið honum til maklegs lofs, að hann neitaði því, af því
hann var þingmaður.
Þrátt fyrir ýmsa annmarka, sem voru á því að
vinna vel að útbreiðslu Eimr. úti í Kaup-
mannahöfn, fékk hún þó skjótt allmarga lesendur, bæði heima
Efnl.
llli illlii ig
IMi
m sí
Valfýr Guðmundsson á skrifstofu sinni.
á íslandi, í Ameríku, á Norðurlöndum og enda víðar
Evrópu. Leitaðist ritstjórinn við að koma á hana svipuðu
sniði og tíðkaðist þá á góðum erlendum tímaritum með al-
þýðlegum blæ. Ahrifa frá Eimr. kendi, þegar farið var að
steypa saman Tímariti Bókm.fél. og Skírni. Og hið sama
sást, þegar nýja Iðunn reis upp, að líkt var eftir Eimr. að
sniði og fyrirkomulagi. Eimr. sinti meira bókmentum en áður
hafði tíðkast, bæði innlendum og útlendum, og yfirleitt voru
ritdómar hennar leiðbeinandi og glöggir, þótt stuttir væru að
jafnaði vegna rúmsins. Hún gerði sér og far um að gefa ís-
lendingum kost á að fylgjast betur með í því, sem um þá og