Eimreiðin - 01.01.1925, Side 17
eimreiðin
EIMREIÐIN ÞRÍTUG
13
sundra, ljúga að almenningi og afvegaleiða hann. Dæmin
eru deginum ljósari.
Fyrir réttum tuttugu árum gerði W. T. Stead,
þá ritstjóri Rewiew of Rewiews og einhver
áhrifaríkasti blaðamaður heimsins, það að til-
lögu sinni, bæði í gamni og alvöru, að Iáta afhöfða ellefu
helztu ritstjórana í Lundúnum. Þeir höfðu hamast eins og
vitlausir menn í blöðum sínum fyrir því, að Englendingar
segðu Rússum stríð á hendur,
en tilefnið var einhver smá-
vægileg skæra milli rússneskra
sjóliða og enskra fiskimanna.
Það munaði litlu, að blöðunum
tækist með æsingum sínum að
hleypa öllu í bál og brand.
Stead skrifaði langa grein um
málið í tímarit sitt og hélt því
óhikað fram, að það væri land-
hreinsun að því að riðja rit-
stjórunum úr vegi, svo að þeir
bæru ekki oftar opinberlega í
blöðum sínum ljúgvitni í mikil-
vægum málum þjóðarinnar og
stofnuðu henni í vanda, sem
steypt gæti miljónum saklausra manna í eymd og volæði og
valdið dauða þúsunda. Tillagan komst ekki í framkvæmd. En
mörgum góðum mönnum er það áhugamál að finna einhver
ráð til að bæta blaðamensku vorra tíma, sem lítt fer batnandi.
Guðmundur háskólakennari Finnbogason hefur,
í hinni nýju bók sinni Stjórnarbót, kveðið all-
hvast að orði um ástandið eins og það er.
Hann kemst svo að orði um hlutverk blaðanna: »Hlutverk
blaðanna er vissulega veglegt og mikið undir því komið, að
þau ræki það samvizkusamlega. Þau eiga að vera ljós á veg-
um þjóðarinnar. Þau eiga að bera almenningi sannar fregnir
um það, sem gerist, innan lands eða utan. Þau eru helzti
vettvangur þeirra skoðana, er fram koma með þjóðinni á
Dómur G.
Finnbogas.
Sveinn Sigurðsson.
Tillaga
Steads.