Eimreiðin - 01.01.1925, Qupperneq 36
32
HALLVARÐUR í NESI
EIMREIÐIN
einhverja aðra leið að úrlausninni, og þess vegna varpaði eg
þessari spurning fram:
— Hefur blóðeitran tekið Hallvarð?
Því er ekki að leyna, að það var eins og Grímur læknir léti
sig eitthvað um þetta varða. Hann reis frá sæti, gekk fram á
gólfið og hreytti fram úr sér þessum orðum, nokkuð harkalega:
— Hef eg nokkuð um það sagt? og dunaði nokkuð
þungt eg og það.
Það leyndi sér ekki, að nú ætlaðist Grímur læknir til að
þ e s s u m spurningum mínum væri lokið, og gat eg reyndar
sætt mig við það. Mig fýsti ekki að glíma lengur við stirð-
lyndi hans að sinni. En réttara þótti mér þó að spyrja:
— Er þá hættulaust að eg heimsæki Hallvarð og geri
honum ónæði — hans vegna sjálfs?
Nú stóð ekki á svarinu.
— Þér ráðið ferðum yðar. Bezt að tala lítið við hann.
Svo gekk Grímur læknir þvert yfir gólfið, eins og hann
ætlaði út úr herberginu. Eg reis frá sæti og lét þess getið,
að það mundi vera svo, að eg hefði lokið erindi mínu, og
bjóst að kveðja. Skifti hann þegar mjög skapi, bað mig að
koma til sín, er eg færi frá Nesi, þrýsti hönd mína hlýlega
og — þakkaði mér komuna, sviphýr og brosmildur.
Leið mín lá með Dalsá, yfir rennsléttar grundir og þess á
milli rótlausa og beinharða mela.
Eg var kominn í átthagana. Mér fanst flest brosa þar við
sjón minni, og mér voru að hverfa úr huga áhrifin af fundi
mínum við Grím lækni. Eg var í þeirri svipan að gleyma
flestu öðru en æskustöðvunum, er mér fundust þá jafnvel
fegurri en nokkuru sinni áður.
En þessi hugsun mín raskaðist þó, er eg heyrði„Vjúpu
kurra í móabrysti til annarar handar mér.
Af háttum rjúpunnar sá eg, að hún átti hér bús og barna
að gæta. Hún þusti álút og kurrandi, með hálflyftum vængj-
um, fyrir fætur hestunum, óttaslegin og nærri því æðisgengin.
Og það vakti eigi sízt athygli mína, að hún var sýnilega skökk
og böguð og því draghölt.