Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1925, Side 38

Eimreiðin - 01.01.1925, Side 38
34 HALLVARÐUR í NESI EIMREIÐIN Eg var kominn að Nesi og búinn að hafa tal af Þorgerði húsfreyju. Hún hélt Hallvarð vera á batavegi; sagði blóðhit- ann vera minni nú en þegar verst hefði gegnt og að nú væri hann sæmilega málhress, en ótrúlega máttfarinn og stundum svo sem í dvala. Eg var seztur við sæng Hallvarðs. Mér varð þegar fullljóst, að honum var í flestu brugðið. Vinstri hönd hans var götvuð í margföldum umbúðum og þar með í föstum skorðum. Andlitið var fölt og þvalt og nærri því líflaust og svita hnappaði um enni og augabrúnir. Hann var stamyrtari og raddlægri en venja var til, og þungt var honum um að mæla fyrst í stað og kendi mæði. En mest bar þó frá um augun. Þau voru nokkuð sokkin og óvenju- lega dökk og djúp. Eg einsetti mér að fylgja því ráði Gríms læknis, að tala lítið við Hallvarð. Því lét eg hann ráða talinu, en vakti þó athygli hans á því, að þreyta sig ekki á viðræðum og gat orða læknisins um það. Hallvarður talaði á víð og dreif um ýmiss efni. Svo tók hann sér málhvíld þó nokkura stund og hugsaði sig um, fremur alvarlegur. — Mér finst réttast að búast við öllu úr þessu, mælti hann og var nokkur þungi í röddinni. Við Þorgerður mín höfum verið að leggja saman ráð okkar, eftir því sem föng eru á. Eg vil, að hún haldi hér áfram búnaði, ef mín missir við; haldi öllu í horfinu til lands og sjávar og láti hvergi skarða það, er betur hefur þótt fara hér, þangað til Styrkárr sonur okkar er kominn til aldurs og menningarþroska. Eg býst hvort sem er við, að fjárhagur okkar sé í litlu óefni. Nú tók Hallvarður sér málhvíld aftur, hvarflaði augunum um herbergið og var líkast því, sem hann réði enn nokk- uð við sig. — Við Nesmenn höfum lítið lagt okkur eftir því, að sitja yfir hlut annara manna að raunalausu, og sjaldnast höfum við látið aðra menn sitja yfir hlut okkar. Það hafa líka, sannast að segja, fæstir til þess gerst. Við höfum ekki verið taldir óvinsælir. Mér gat varla dulist, að í lémagna andliti Hallvarðs væri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.