Eimreiðin - 01.01.1925, Page 40
36
HALLVARÐUR í NESI
EIMREIÐIN
I síðustu orðunum virtist liggja alvöruþungi og ánægja, og
svo gerði Hallvarður málhvíld.
— Ekkjan á Fit er við mikla ómegð og hefur ekki meira
en bjargálna bú. Elzti sonur hennar, Örn, efnispiltur og talinn
nýtur námsmaður, er nú í sjötta bekk mentaskólans. Hugur
hans kvað allur standa til þess, að fara utan og nema eðlis-
fræði að loknu stúdentsprófi. En þetta er honum alls kostar
fyrirmunað, sakir fjárskorts. Ilt er það, að fyrirgefa ekki Páli
heitnum á Fit — í gröfinni. — Eg býst við, að við Þorgerð-
ur mín göngum svo frá því, að Örn skorti ekki fé til há-
skólanámsins.
Eg tók effir því, að Hallvarður mæddist aftur af að tala
og ekki var laust við, að róminn drægi niður, er fram í sótti.
Eg vakti athygli hans á því, að betra mundi honum að unna
sér hvíldar. Lét hann sér það vel líka og gerði málhlé
stundarkorn.
— Svo er það Hjörleifur í Botni, tók hann aftur til máls.
Hjörleifur er ómegð hlaðinn, en við nokkurt bú, og dugnaðar
maður er hann. Hann hefur verið landseti minn í Botni
nokkur ár, en í fyrra byrjaði hann að festa kaup á jörðinni.
— Falli eg frá, er svo um talað, að Þorgerður mín láti hon-
um í té afsal fyrir jörðinni til æfinlegrar eignar og taki ekki
fé fyrir. Því fé, sem Hjörleifur hefur greitt mér, skiftir Þor-
gerður mín milli barna hans.
Hallvarður átti bágt með tala og var auðsætt, að þreytan
bar hann ofurliða. Rann þegar á hann svefnmók og blundaði
hann þó nokkurn tíma.
Eg sat hreyfingarlaus við sæng hans. Hugur minn hvarfl-
aði fram og aftur eftir liðnum æfidögunum, en alt af nam
hann staðar hjá Hallvarði. Mér fanst mikils um vert, að hafa
getað komið til hans nú og kynst honum enn á ný — í
banalegunni.
Eg hafði æfinlega getað treyst Hallvarði til góðra hluta.
En það duldist mér ekki, að eg hafði aldrei þekt hann til
hlítar fyr en nú. Eg hafði aldrei áður vitað að fullu hvert
traust mætti bera til hans um drengskapinn. —
Svo rumskaðist Hallvarður. Hann sýndist vera þreyttari en