Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1925, Page 44

Eimreiðin - 01.01.1925, Page 44
40 VÍSINDI, SÁLARRANNS. OG KIRKJA eimreidin tilvera einstaklingsins eftir líkamsdauðann væri eins vísinda- lega sönnuð staðreynd og t. d. snúningur jarðar eða áhrif segulsins? Þannig spurðu menn og spyrja enn. Því það er fjarri því, að deilan um árangur sálarrannsókn- anna sé á enda kljáð. Hörð barátta stendur enn yfir. Um fá mál hefur eins ákaft verið deilt á síðustu tímum. En afstaðan hefur breyzt þannig, að nú er fremur um sókn en vörn að ræða hjá þeim, sem áður stóðu einir uppi. Enn eru það mentaðir efnishyggjumenn og íhaldssamir kirkjumenn, sem reynast hreyfingunni þyngstir í skauti. Þeir veita viðnám, en rökin fyrir andúð þeirra hafa tekið mörgum og miklum breyt- ingum. Það væri fróðlegt að taka upp öll þau rök, sem færð hafa verið með og mót andahyggjunni, frá því fyrsta að hreyf- ingin hófst, en það yrði of langt mál. Ogrynni bóka hafa komið út um málið, og kappræður hafa farið fram um það í flestum menningarbólum heims. Blöð og tímarit hafa flutt um það ritgerðir, og postular hreyfingarinnar hafa ferðast borg úr borg, land úr landi og heimsálfa milli til þess að flytja fyrirlestra um það, sem þeir kalla mikilvægasta málið í heimi. Einhver mesta kappræðan, sem farið hefur fram um sálar- rannsóknirnar og árangur þeirra, var sú, er háð var í Queen’s Hall í Lundúnum 11. marz 1920. Var enska skáldið og sál- arrannsóknamaðurinn Sir Arthur Conan Doyle málsvari anda- hyggjunnar, en Joseph McCabe hét sá, er mætti til andmæla. Joseph MacCabe er þektur rithöfundur og hefur skrifað tals- vert gegn andahyggjunni (sjá t. d. bók hans: /s Spiritualism Based on Fraud?). Hann er hámentaður, en gallharður efnis- hyggjumaður. Auk þess er hann afbragðs ræðumaður. Eg efast því um, að mótstöðumenn málsins úr hópi efnishyggju- manna hefðu getað fundið heppilegri mann til að mæta Sir A. C. Doyle á þessum vettvangi en Joseph McCabe. Eg geri ráð fyrir, að hvergi hafi rökum efnishyggju gegn andahyggju verið fimlegar beitt en í þessari kappræðu. Það sem McCabe bar þar fram er því ágætt sýnishorn þess, sem efnishyggja og íhaldssöm vísindi hafa fram að flytja gegn málinu. Eg var sjálfur viðstaddur kappræðu þessa og hef hana auk þess orðrétta fyrir framan mig, eins og hún kom af vörum ræðu- manna, því hraðritarar skrifuðu hvert orð, sem sagt var. Tek
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.