Eimreiðin - 01.01.1925, Síða 48
44
VÍSINDI, SÁLARRANNS. OG KIRK]A
EIMREIÐIN
var engan bilbug á þeim að finna, er kappræðunni lauk. Sir
Arthur talaði síðast og lauk ræðu sinni með þessum orðum:
»Mér er ljúft að viðurkenna kurteisa framkomu andstæðings
míns hér í kvöld. Við tókumst í hendur áður en sennan hófst
og létum í ljós, að við bærum engan kala í brjósti hvor til
annars. Eg efast ekki um, að við séum reiðubúnir til að takast
í hendur aftur. En eg er sannfærður um, að hann hefði talað
af minni léttúð um þetta mál, ef hann vissi um alla þá hugg-
un, sem þúsundir þúsunda hafa hlotið af að kynnast því. —
Eg mun gera alt, sem í mínu valdi stendur, til þess að ryðja
úr vegi þeim hindrunum, sem enn varna því, að þjáð mann-
kyn fái notið þeirrar miklu þekkingar, sem streymir að oss
viku eftir viku og mánuð eftir mánuð, þrátt fyrir það, þótt
henni sé enn úthýst af þeim mörgu annars mætu drengjum,
sem ekki geta felt sig við lífsskoðun, sem felur í sér algerða
neitun á öllu því, sem þeir hafa verið að prédika alt sitt líf«.
Það sem mest bar á í ræðu Joseph McCabe voru reng-
ingarnar. Þær geta verið tvíeggjað sverð, þegar þekkingu
skortir. Mótstöðumenn andahyggju verða sjálfir að rannsaka
fyrirbrigðin og koma með sennilegri skýringu á þeim en
fengnar eru, ef skýring andahyggjumanna á ekki að verða
viðurkend sem sú rétta. Sem stendur er ekki annað sýnna
en að hún sé það í hugum þeirra, sem hafa kynt sér fyrir-
brigðin sjálf. Og enginn, sem þekkir nokkuð til málanna, mun
lengur treystast til að neita því, að fyrirbrigðin gerist. Hér
er á ferðinni ný vísindagrein, jafn raunveruleg og hver önnur
hinna eldri. Og þær hinar eldri eiga ekki annars kost en
viðurkenna hana áður langt um líður, og eru þegar sumar
hverjar farnar að njóta góðs af henni. Sálræn vísindi eru á
byrjunarstigi og framundan liggur heill undraheimur lítt eða
ekki þektur. En þau eru bygð á jafntraustum grundvelli og
hver önnur vísindi, og eru hugðnæmari en flest hinna.
En nú er að líta á afstöðu andahyggju til kirkjunnar.
Það þótti tíðindum sæta þegar sjálfur ritstjóri eins helzta
málgagns ensku biskupakirkjunnar, The Guardian, bauð Sir
Oliver Lodge í haust sem leið að skýra út frá sínu sjónar-
miði fyrir lesendum blaðsins afstöðu andahyggju til trúar-
bragða og kirkju. Sir Oliver tók boðinu og ritaði um málið í