Eimreiðin - 01.01.1925, Side 56
52
VÍSINDI, SÁLARRANNS. OG KIRKJA eimreiðiN
miðlasamböndum. Illir andar geta valdið spellum. Þess eru
ekki svo fá dæmi, að menn hafi orðið brjálaðir fyrir tilraunir
á miðlafundum.
Andahyggjan hefur tvö rík einkenni. Hið fyrra er forvitnin
að skygnast inn í hið ókomna, hið síðara, að koma á sam-
bandi við framliðna menn. En viðfangsefni þessa lífs eru of
mikilvæg til þess að alt lendi í eilífðarspám. Og hvernig vit-
um vér nema samband við framliðna menn geti tafið þá á
þroskabrautinni. Bænin og náðarmeðölin koma oss í samfélag
heilagra, en það er mjög vafasamt, hvort öll miðlasambönd
gera það.
Þetta er aðalinntakið úr andmælum Hardys prests. Það er
einkum þrent, sem hann finnur andahyggjunni til foráttu: að
andahyggjumenn hafi reynt að stofna til sértrúnaðar og snúið
baki við kirkjunni, að tilraunir með miðla geti verið hættu-
Iegar, og að andahyggjan veiki áhuga manna fyrir þessu lífi.
I Ameríku, Englandi, Norðurlöndum og víðar hefur borið
allmikið á því, að andahyggjumenn segðu sig úr lögum við
kirkjuna og stofnuðu sérstaka söfnuði. Er því aðfinsla Hardys
prests á rökum bygð. En kirkjan á hér nokkra sök á sjálf.
Andúð hennar gegn málinu fældi ýmsa frá henni. Hinsvegar
er þess að gæta, að allir gætnari sálarrannsóknamenn vara
eindregið við því, að fylgismenn hinna nýju skoðana taki sig
á nokkurn hátt út úr í kirkjulegum málum. Þeir segja eins og
satt er, að hér sé ekki um nein ný trúarbrögð að ræða. Sir
Oliver Lodge varar í grein sinni við öllum klofningi frá kirkj-
unni. Sama hafa forgöngumenn málsins hér á landi jafnan
gert. En það er á takmörkum, að kirkjan hafi altaf kunnað
að meta að verðleikum þessa afstöðu.
(Jm hættuna við sálarrannsóknirnar hefur oft verið talað.
Þess eru ekki allfá dæmi, að lífi miðla hafi verið stofnað í
hættu með heimskulegu athæfi og af vanþekkingu. Það er
fjarri því að allir séu færir um að fást við sálarrannsóknir,
fremur en aðrar. Það er sama fásinnan að halda, að allir
geti fengist við þessar rannsóknir og að allir geti gert rann-
sóknir t. d. í efnafræði. Hættur liggja alstaðar í leyni þar
sem vanþekking, alvöruleysi og skortur á siðferðisþreki fær
að ráða.