Eimreiðin - 01.01.1925, Page 58
EIMREIÐIN
Þrjú kvæði.
Til svefnsins.
Vefðu mig nú vinarörmum þínum,
værð og rósemd gefðu huga mínum,
þú ert þreyttum sætur,
þessar löngu nætur
í faðmi þínum býr þú öllu bætur.
Alt of fáir þakka þó sem skyldi
þína hvíld og unaðsríku mildi.
Ef þú oss ei gistir,
erum vér brotnir kvistir,
laufin fölnuð, lífsins kraftar mistir.
0, hve heitt þig þráir ellin þunga,
þú ert líka vörður barnsins unga,
þitt er því að sinna,
það ef værð skal finna
verður að njóta náðarhanda þinna.
Margir sjúkir liggja lágt á beði,
lífið færir sumum smáa gleði.
Þú ljær þeim sem líða
þrek, og sefar kvíða,
ef þeir felast faðminum þínum blíða.
Þeir eru til, sem þjáning dulda líða,
þrá og sakna — vonarlausir stríða.
En fái þeir blund á brána
birtist vonin dána.
Þú fyllir kannske í draumi dýpstu þrána.
Lífsins fortjald dýrðarheim oss dylur,
dána vini líkamsaugum hylur
J