Eimreiðin - 01.01.1925, Síða 60
eimreiðin
Um ritdóma.
i.
Þegar menn nú á dögum ræða um bókmentir, beinist talið
einkennilega oft að ritdómum. A síðustu árum hefur bókagerð
aukizt stórum hér á landi. Að vísu er nú ekki ort né samið
miklu meira en stundum fyrr. En sumt af því, sem áður hefði
varla komizt á pappírinn, fer
nú viðstöðulaust í prentsmiðj-
una. Meginástæðan er sú, að
þrátt fyrir háan prentkostnað
og alls konar kreppu er miklu
auðveldara að fá fé til bókaút-
gáfu nú en fyrir 10 árum. Þess
er ekki langt að minnast, að
Guðmundur Friðjónsson varð
að bíða fimm ár með Tólf
sögur, sína beztu bók, áður en
hann fekk kostnaðarmann að
þeim, og ]óhann Sigurjónsson
varð að láta Fjalla-Eyvind
koma neðan máls í blaði til
þess að fá hann prentaðan.
Nú fær hver upprennandi hagyrðingur nóga áskrifendur í
Reykjavík einni, til þess að geta gefið út kvæði sín sér að
áhættulausu. Þá veldur það nokkru um, að leikni í meðferð
tungunnar verður sífelt almennari. Því ráðast menn nú fremur
í að birta verk sín, þegar hvorki þeir sjálfir né ráðunautar
þeirra sjá verulega galla á þeim. Hvorugir gæta þess stund-
um, að það er talsverður galli að hafa enga kosti. — En því
meira, sem á markaðinn kemur af bókum, og það fáguðum
bókum, sem blöðin bera vel söguna, því örðugri verður völin
fyrir almenning. Menn þykjast oft í bókaverzlunum »fá gagl
fyrir gás og grís fyrir gamalt svín«. Þeir skella þá skuldinni
á ritdómara þá, sem hælt hafa bókinni, kvarta um, að alt sé