Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1925, Síða 62

Eimreiðin - 01.01.1925, Síða 62
58 UM RITDÓMA EIMREIÐIN er af honum sú áreynsla, sem fylgir endurmati viðurkendra gilda. Það heyrist oft kveða við, að þessari bók eða þessum höfundi þyrfti að taka duglegt tak. Með öðrum orðum: menn vilja láta ritdómana bergmála skoðanir almennings, hafa þá fyrir böðla á bækur, sem hver maður sér, að eru ónýtar. En fyrsta boðorð hvers ritdómara ætti einmitt að vera: að skrifa aldrei um neina bók, sem er einskis virði, nema þá örfá orð til viðvörunar. Þær bækur geymir þögnin bezt. Aftur á móti getur það verið ein af helgustu skyldum ritdómara að benda á veilurnar í verkum höfuðskálda, svo að þær spilli ekki smekk lesanda né ung skáld taki þær sér tii fyrirmyndar. En ef rithöfundur hefur náð almennum vinsældum, má snúa því upp í móðgun við háttvirta kaupendur og lítilsvirðingu á smekk þeirra, að verkum hans sé ekki hælt. Og hver maður á nóg af vinum og fylgifiskum, sem kæra sig kollótfa um allan smekk, en heimta að goði sínu sé hælt. — Þó koma stundum enn kaldari kveðjur úr hóp sjálfra rithöfundanna, einkum ungra skálda milli vita. Þeim er tamt að líta á rit- dómara sem þjóna sína, oft hvimleiða, altaf gagnslausa. Góðar bækur fái altaf viðurkenningu á endanum, án ritdóma eða þrátt fyrir ritdóma, — vondar bækur verði sjálfdauðar, hvort sem þeim sé amað eða ekki, jafnvel þó að þeim sé hælt. Sjálfir læri hinir goðbornu höfundar ekkert af annara dómum. Þeir vaxi eftir sínu eigin lögmáli, gangi sína braut, eins og máninn, þótt að honum sé gelt. Nú eru ritdómar í sjálfu sér eitthvert leiðinlegasta og erfið- asta ritstarf. Maður fær sig varla til þess að gera það af al- huga, nema hann viti með sjálfum sér, að hann sé að vinna gott verk og nytsamt. Ef menn sannfærast um gagnsleysi þeirra, mun flestum verða ógn auðvelt að stilla sig um að semja þá. En hvað er þá sannast í þessu máli? Það er að vísu rétt, að góðar bækur ná viðurkenningu fyrr eða síðar. Þær eru ef til vill grafnar upp úr gleymsku löngu eftir að höfundurinn er dauður (úr líkamlegu eða and- legu hungri), en þær sjálfar orðnar hálf-úreltar. Þá er þeim skipað á sinn stað í bókmentasögu, og lofaðar því meir, sem lengur hefur verið um þær þagað. En hvað hefur höfundur sjálfur og samtíð hans mist á því, að þeim var ekki veitt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.