Eimreiðin - 01.01.1925, Qupperneq 63
EIMREIÐIN
UM RITDÓMA
59
eftirtekt í tæka tíð? Hver bók á fyrst og fremst erindi til
sins samtíma, og ekki sízt bækur þeirra manna, sem kallaðir
eru »langt á undan sínum tírna*. — Vondar bækur gleymast
líka, en ef til vill ekki fyrr en þær hafa spilt smekk og jafn-
Vel manngildi einnar eða fleiri kynslóða. Það er eitt af helztu
hjutverkum ritdómara að vinna móti lélegum bókum undir
e]ns, og einkanlega þeim, sem hafa þá yfirborðskosti, að fólk
Slæpist á þeim, — en hrinda góðum bókum, fram til skilnings
°S virðingar, og allra helzt þeim, sem eru á undan sínum
hma. Þeir, sem neita þessu, tala eins og bækur væri samdar
handa bókmentasögu, sem samin verður eftir marga manns-
aldra, en ekki handa þeim mönnum, sem lifa og berjast
kringum höfundinn. Frá hinum sögulega sjónarhól er að vísu
nukið víðsýni, en til eru þó önnur sjónarmið, sem sýna rétt-
ari hlutföll. Gildi verka verður ekki mælt til hlítar á langlífi
beirra. Varla nokkur núlifandi íslendingur hefur lesið þýðingu
Paradísarmissis eftir Jón Þorláksson spjaldanna á milli, en
ílestir kunna eitthvað af lausavísum hans og þær gleymast
Varla meðan tungan er töluð. Þó eru áhrif þýðingarinnar á
samtímann og skáldskap þeirra kynslóða vafalaust merkilegri
en áhrif vísnanna um allar aldir. Þetta dæmi er gripið af
handahófi, en önnur slík eru fleiri en talin verði. »Að taka
kári í sterkustu hræringum samtíðar sinnar, er ein tegund
ódauðleika«, segir Georg Brandes, og hann getur djarft úr
flokki talað. Hann er gott dæmi þess, að ritdómari getur
Verið bókmenta-höfðingi. Það er altítt, að ritdómarinn er vitr-
an og þroskaðri maður en skáldið, sem hann fjallar um. Og
slarf hans er ekki síður virðingar vert, þó að hann vænti sér
enSrar frægðar fyrir.
III.
Ritdómar geta átt sér ýmislegt gildi, og til þess að þeir
Se 1 heilbrigðu horfi þurfa bæði ritdómarar, höfundar og les-
endur að gera sér grein fyrir, hvað á verður unnið með þeim
°9 hvað ekki. Hér verður reynt að drepa á nokkur aðal-
atriði.
Það er fyrst og fremst hægt að semja ritdóm, sem hefur
meira bókmentagildi en ritið sjálft. Ritdómari getur dregið