Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1925, Qupperneq 64

Eimreiðin - 01.01.1925, Qupperneq 64
60 UM RITDÓMA EIMREIÐIN kjarna úr bók, gert það ljóst, sem óljóst var, dýpkað og víkkað efnið og sett það fram með meiri snild en skáldið. Þetta mark hefur Oscar Wilde sett ritdómurum í hinu að- dáanlega samtali sínu: The Critic as Artist. En þetta er í raun réttri ritskýring og skáldskapur, enda verða þeir jafnan örfáir, sem ritað geta um bækur á þá lund. I öðru lagi geta ritdómarar verið leiðsögumenn lesanda, bæði um að velja sér bækur og lesa þær með réttum skiln- ingi, greina milli góðs og ills. Þetta er mikið vandaverk og getur aldrei lánazt til fullrar hlítar. Ritdómari verður að sætta sig við, að hann geti ekki þegar í stað stemt stigu fyrir sölu lélegrar bókar. Smekkleysi almennings getur verið ofursterk- ara hinni hörðustu og réttmætustu árás1)- Og milliganga rit- dómara getur verið vanmáttug þess að opna augu manna fyrir gildi verulegra nýjunga. Auk þess verður hver ritdómari að sætta sig við þá tilhugsun, að skilningi hans sé takmörk sett og honum geti skjátlazt. En þegar þess er gætt, hve átakanlega áttaviltur almenningur er í hvert sinn, sem ný bók kemur út, þá verður ekki með sanngirni gert lítið úr því, sem samvizkusamur og smekkvís ritdómari leggur til málanna. En mest er vitanlega um það vert, sem ritdómarar geta gert til þess að bæta og efla bókmentir þær, er samtímis þeim skapast. Ekkert getur fremur hvatt þá til þess að leggja sig fram en trúin á þau áhrif af starfi þeirra. Ritdómarar geta rifið niður, en ekki hlaðið upp, þeir geta, ef til vill, mælt hæð hinna miklu bókmentabylgja, en ekki reist þær, þeir geta haldið í, en ekki vísað á nýjar brautir. Slíkar setningar eru margsinnis viðurkendar og endurteknar, 1) Einn hinn snjallasti og gáfaðasti rithöfundur Breta, Macaulay lá- varður, sem auk þess var orðhákur mikill, tók sér einu sinni fyrir hendur að refsa leirskáldi því, er Robert Montgomery hét, bókmentunum til hreinsunar og líkum hans til viðvörunar. Sú ritgerð er svo skemtileg og spakleg, að hún er lesin enn í dag, og heldur nú uppi nafni M., eftir að hætt er að lesa kvæði hans. En á sölu bóka R. M. hafði hún engin áhrif í bili. Þær héldu áfram að koma í hverri útgáfu eftir aðra. Samt hefur ritgerðin hlotið að hafa mikil áhrif á smekk almennings og vand- virkni ungra skálda yfirleitt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.