Eimreiðin - 01.01.1925, Qupperneq 64
60
UM RITDÓMA
EIMREIÐIN
kjarna úr bók, gert það ljóst, sem óljóst var, dýpkað og
víkkað efnið og sett það fram með meiri snild en skáldið.
Þetta mark hefur Oscar Wilde sett ritdómurum í hinu að-
dáanlega samtali sínu: The Critic as Artist. En þetta er í
raun réttri ritskýring og skáldskapur, enda verða þeir jafnan
örfáir, sem ritað geta um bækur á þá lund.
I öðru lagi geta ritdómarar verið leiðsögumenn lesanda,
bæði um að velja sér bækur og lesa þær með réttum skiln-
ingi, greina milli góðs og ills. Þetta er mikið vandaverk og
getur aldrei lánazt til fullrar hlítar. Ritdómari verður að sætta
sig við, að hann geti ekki þegar í stað stemt stigu fyrir sölu
lélegrar bókar. Smekkleysi almennings getur verið ofursterk-
ara hinni hörðustu og réttmætustu árás1)- Og milliganga rit-
dómara getur verið vanmáttug þess að opna augu manna
fyrir gildi verulegra nýjunga. Auk þess verður hver ritdómari
að sætta sig við þá tilhugsun, að skilningi hans sé takmörk
sett og honum geti skjátlazt. En þegar þess er gætt, hve
átakanlega áttaviltur almenningur er í hvert sinn, sem ný
bók kemur út, þá verður ekki með sanngirni gert lítið úr
því, sem samvizkusamur og smekkvís ritdómari leggur til
málanna.
En mest er vitanlega um það vert, sem ritdómarar geta
gert til þess að bæta og efla bókmentir þær, er samtímis
þeim skapast. Ekkert getur fremur hvatt þá til þess að leggja
sig fram en trúin á þau áhrif af starfi þeirra.
Ritdómarar geta rifið niður, en ekki hlaðið upp, þeir geta,
ef til vill, mælt hæð hinna miklu bókmentabylgja, en ekki
reist þær, þeir geta haldið í, en ekki vísað á nýjar brautir.
Slíkar setningar eru margsinnis viðurkendar og endurteknar,
1) Einn hinn snjallasti og gáfaðasti rithöfundur Breta, Macaulay lá-
varður, sem auk þess var orðhákur mikill, tók sér einu sinni fyrir
hendur að refsa leirskáldi því, er Robert Montgomery hét, bókmentunum
til hreinsunar og líkum hans til viðvörunar. Sú ritgerð er svo skemtileg
og spakleg, að hún er lesin enn í dag, og heldur nú uppi nafni M., eftir
að hætt er að lesa kvæði hans. En á sölu bóka R. M. hafði hún engin
áhrif í bili. Þær héldu áfram að koma í hverri útgáfu eftir aðra. Samt
hefur ritgerðin hlotið að hafa mikil áhrif á smekk almennings og vand-
virkni ungra skálda yfirleitt.