Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1925, Side 92

Eimreiðin - 01.01.1925, Side 92
8S RITS]Á eimreiðin hart siðaskiftin og komu hins nýja siðar hér á landi, sé með öðrutn orðum dálítið einhliða, en hann þráir viðreisn kirkjunnar af alhug- Hann vill ekki aðeins fá hinar hátíðlegu helgiathafnir katólsku kirkjunnar teknar aftur upp, heldur meira andlegt ljós og líf. Þessvegna biður hanm Kirkjan fyllist æðri orku, eignist Krist og helgi mista; ljósum prúð hún rammger rísi, rík og fögur utan líka. Endurvígð hún storma standi, sterkast afl til góðra verka; blessi hún æ með bróðurkossi blikandi Ijós við kveldsins ósa. Allur Ytr' frágangur bókarinnar er hinn prýðilegasti og aðstandendum til sóma. Þær systur Herdís og Olína Andrésdætur hafa báðar ort um margra ára skeið, og svo er þeim skáldgáfan runnin í merg og bein, að þær hafa eingöngu ort af innri þörf, en hvorki falast eftir lofi né launum, enda hafa sárfá af kvæðum þeirra komið fyrir almennings sjónir fyr en nú, að Ijóðmæli þessi birtast fyrir áeggjan vina og dáenda. Hér er margt góðra Ijóða, ekki hvað sízt þulurnar; þær bera á sér æfintýrablæ, en hafa jafnframt að geyma djúpa lífsspeki, og vil eg þar benda á sem dæmi þuluna: „Gekk eg upp á gullskærum móður minnar", eftir Olínu. Þá eru ferskeytlur þeirra systranna ekki lakari en þulurnar. Lesend- urnir muna hringhendur Ólfnu 77/ ferskeytlunnar, sem birtusf í 3. heftí Eimr. síðastl. ár. Þær vöktu aðdáun um alt land og eru gott sýnishorn þess, sem þessi bók hefur að bjóða. Hér eru tvær vísur eftir Herdísi: Þegar margt vill móti ganga, mæða treinist flest, til að stytta stundir langar stakan reynist bezt. Þó að stundum heima í hljóði hugann þreyti margt, finni eg yl af ljúfu Ijóði, lífið verður bjart. Ljóð þessi eru runnin upp í rammíslenzku andrúmslofti alþýðukveð- skaparins og þjóðkvæðanna, enda kennir í þeim veðrabrigða, svo sem rofi til og rísi úr kafi ríman og þulan endurfædd. Þar gætir djúprar ástar á því þjóðlega í ljóðlistinni og óbeitar á útlendum áhrifum, að minsta kosti þeim, sem til læpuskaps má telja. Þetta kemur hvergi skýrar fram en í þessum smellnu vísum eftir Ólínu: Þá er eg búin með þennan pésa, það er mikið andans peð. Eg hef verið að lesa og lesa, listina gat eg hvergi séð. Eg var farin að rota rjúpur; reyndar vissi eg það nú fyr, að melti eg engar móðins súpur. Má eg biðja um íslenzkt skyr. Kveðir þú með þessum brögum, þá ertu að verða að útlending.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.