Eimreiðin - 01.04.1927, Side 28
124 ÞORGEIR LJÓSVETNINGAGOÐI eimreiðiN
með því, að halda sonum þeirra eftir í gislingu og þannig
halda þeim hræddum um örlög þeirra. Sennilega hefur og
þeim »ráðum« verið beitt við suma þá heiðnu höfðingja, sem
þegar studdu kristna flokkinn, að lofa þeim auknum völdum
og metorðum, þegar alt væri komið í kring, kristnin lögtekin
og yfirráð Olafs konungs trygð yfir landinu, alveg eins og
Gissur jarl gerði og Hallvarður gullskór, þegar verið var
síðarmeir að koma landinu undir Hákon konung gamla. Mun-
urinn aðeins sá, að engar efndir gátu á þeim loforðum orðið,
af því Olafur konungur féll frá sama sumarið, og landið þvi
ekki komst undir konung að því sinni.
En ekkert af þessum »ráðum« mundi þó hafa dugað, ef
ekki hefðu tekist »kaupin« við þann manninn, sem mest hafði
völdin í landinu: Þorgeir Ljósvetningagoða, og hann verið
annar eins vitsmunamaður og hann var, svo að hann naut
ótakmarkaðs trausts hjá trúbræðrum sínum, sem ekki grunaði,
að hann væri líka slíkur bragðakarl sem hann reyndist þeim.
Þó ber því ekki að neita, að Þorgeiri hafi fleira til gengið
en að borga kristna flokknum mútugjafirnar. Það hefur sjálf-
sagt verið sannfæring hans, að þjóðveldið væri í voða, ef það
skiftist í tvö ríki, og hann því með öllu móti viljað afstýra
því. Honum verður því tæpast neitað um föðurlandsást, og
því síður um vizku. En þó hann eigi að því leyti lof skilið.
þá detta þó heldur en ekki af honum gullhringarnir, þegaf
upplýst er, að hann hefur látið múta sér til að svíkja trú-
bræður sína í trygðum.
En hvað sem um það er, þá er þó hinn friðsamlegi sigur
kristninnar honum að þakka, og hann gnæfir hæst allra a
kristnitökuþinginu:
„Þar stóð hann Þorgeir á þingi,
er við trúnni var tekið af lýði“.