Eimreiðin - 01.04.1927, Page 31
ElMREIÐIN
BJÖRG í NESI
127
betta sinn, og ég hugsa að þú sjáir það rétt, að þú haldir
ekki þínum hlut fyrir Bjarna á Bólstað. Hann mun bera fyrir
s>9 sveitarstjórnarlögin, og þeirri stjórnvizku er ég lítt kunn.
En eitt er mér Ijóst, að hér þarf bráðrar bjargar við. Það
V>11 nú svo vel til, að logn er. Ég er því að hugsa um að
kiðja piltana mína að skreppa á litla bátnum yfir fjörðinn til
þín og sækja Vigdísi. Ég ætla að dvelja fyrir henni nokkra
daga; vertu óhræddur. Ég læt ekki draga hana úr mínum
húsum út í neina ófæru. Þú getur svo setið í bátnum yfir, þú
ert líklega jafn þreittur á sál og líkama, vesalingur. En þú
verður að borða eitthvað hjá mér og drekka heita mjólk með-
an piltarnir setja bátinn«. Gekk hún svo fram og bað pilta
sína að skreppa á litla bátnum yfir fjörðinn með Arna og bað
t>á að vera svo fljóta sem þeir gætu.
Þegar Arni hafði hrest sig á mat og drykk, voru piltarnir
ferðbúnir. Hann kvaddi nú húsfreyju, en kom ekki orðum að
þakklæti því, sem fylti hug hans og hjarta, en hún las það í
tárvotum augum hans og fann það í handtakinu.
A miðri vöku komu piltarnir aftur og höfðu þá Vigdísi með-
ferðis. Björg tók ástúðlega á móti henni og sagði: »Þú verð-
Ur nú hjá mér tímakorn, Vigdís mín. Ég vona, að þú kunnir
el<ki illa við þig, og ef þig vanhagar um eitthvað, þá skaltu
láta mig vita það, og mun ég reyna að bæta úr því«.
I vökulokin kom húsbóndinn heim. Gekk hann til baðstofu
°9 heilsaði fólki sínu. Ekki sá hann Vigdísi, því hún var
káttuð. Morguninn eftir spyr húsfreyja hann frétta af fundin-
Um. Hann kvað hann mest hafa snúist um vandræðin á
Brekku, — »eða hefur þú ekki heyrt kvisið um, að hún Vig-
dís þar sé vanfær?« »]ú, það hef ég heyrt«, segir Björg, en
ekki vissi ég, að boðað var til fundarins vegna þess, og
kvernig ætlið þið nú að hjálpa þessum vesalingum?« Það
hefur ekki beðið um neina hjálp, og svona skepnur geta ekki
heldur neinnar hjálpar vænst; þú skilur það líklega, að barnið
>uá ekki fæðast hér í hreppi, því ef það verður eitthvert
ómenni, sem öll líkindi eru til, þá verður okkur sent það
s>ðar meir, geti það ekki unnið fyrir sér. Það er það, sem
v>ð erum skyldugir til að sjá um, að ekki komi fyrir. Það var
hví samþykt af öllum fundarmönnum að flytja Vigdísi á sveit