Eimreiðin - 01.04.1927, Side 33
EIMREIÐIN
BJÖRG í NESI
129
suður á hrepp sinn, en hann kom heim samdægurs og bar
uiér þessi tíðindi*. »Ekki er það rétt hermt«, mælti Jón, »að
hún sé hér í mínu skjóli, ég hef ekki leyft henni vist hér«.
lOg ekki heldur bannað*, gall Bjarni við«. »Nei, það hef
úg ekki gert«, sagði Jón, »ég hef ekkert vald og því síður
vilja til þess«. Bjarni mælti: »Stórráðar gerast nú húsfreyj-
urnar, ef þær skulu ráða lögum og lofum í sveitarstjórn vorri
°9 standa í stórræðum við menn sína; og þó að þú farir vel
í vasa konu þinnar, mun henni verða óhægt um að vista mig
þar«. í sama bili laukst upp stofuhurðin, og inn gekk Björg
húsfreyja; hún bar gestunum kaffi og sagði, um leið og hún
setti það á borðið: »Gerið svo vel og hressið ykkur á kaffi-
sopanum«. Gestirnir stóðu nú upp og heilsuðu henni. Bjarni
uiælti: »Erindi mitt er til þín, Björg, og ekki munum við
Sreiða þiggja fyr en við vitum málalokin«. Björg kvað þau
myndu góð verða, og skyldu þeir nú fyrst hressa sig á kaff-
inu áður erindið væri fram borið, ef hún ætti á að hlýða, og
varð svo að vera, sem hún vildi. En er þeir höfðu drukkið
kaffið byrjaði Bjarni yfirheyrsluna. »Er það satt, Björg, að þú
hafir hér í vist með þér Vígdísi frá Brekku, sem samþykt var
á nýafstöðnum fundi að flytja skyldi á hrepp sinn?« »Já, hún
er hér, auminginn«, svaraði Björg. »Og er það ætlan þín«,
segir Bjarni, »að geyma hana hér, þar til hún hefur alið
barnið?« »Já, það er ætlan mín að láta ekki flytja hana suður
Yfir heiði í vetrarhörku, ófærð og illviðrum, eins og hún er
á sig komin«. Bjarni segir: »í þriðja máta spyr ég þig, veiztu
hvað á því segist að brjóta þannig og yfirtroða sveitarstjórn-
arlögin?« »Nei, ég þekki ekki þessi lög ykkar, hef ekki lesið
þau og hirði ekki um að kynnast þeim, ef þau heimila aðra
eins óhæfu og þá, er þið samþyktuð á fundinum um daginn.
En ég þekki önnur lög, sem skráð eru í mannleg hjörtu af
hinni ósýnilegu hönd drotlins, lög mannúðarinnar og kærleik-
ans, þau hef ég lesið og þeim einum einum ætla ég að hlýða«,
sagði Björg. Bjarni þrútnaði af reiði og sagði: »Jæja, svo þú
lýsir því þá yfir hér í votta viðurvist, að þú ætlir að brjóta
lögin. Ég bið yður að minnast þess góðir menn, hvað hún
hefur sagt. En það skal ég láta þig vita Björg, að þú skalt
lögbrotið dýru verði kaupa«. Tók hann því næst upp úr tösku
9