Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 35

Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 35
EIMREIÐIN BJÖRG í NESI 131 hennar Gróu, og að ég biðji hana að koma. Þú tekur hann Skjóna minn og leggur á hann reiðtýgin mín«. Sigurður ráðs- maður svaraði: »Eg skal fara, en mér er sem ég sjái svipinn á henni Gróu, þegar hún veit erindi mitt; ég gæti bezt trúað t>ví, að hún afsakaði sig og vísaði á einhverja aðra«. »Á það verður nú að hætta«, segir Björg, »og ekki trúi ég því, að hún neiti mér um að koma og því síður, að þú komir aftur heim Ijósmóðurlaus*. Sigurður var skjótt búinn, og að tveim stundum liðnum sást hann ríða í hlað og kona með honum, °2 var það Gróa. Hún gekk rakleiðis til baðstofu, og heyrði hún hljóð Vigdísar, er hún kom að stiganum, en hún gekk fram hjá rúmi því, er hún lá í, og lét sem hún sæi hana ekki. Hús- freyja gekk til móts við hana og bað hana vera velkomna; sá hún nú á henni þykkjusvip mikinn. Og er þær höfðu heils- ast, mælti Gróa: »Hvaða erindi á ég hingað, Björg mín? Þú hefur sent eftir mér«. »Það sama og vant er«, svaraði Björg, 5þegar ég hrópa til þín í neyð minni, þú átt að hjálpa konu 1 barnsnauð«. Gróa svarar: »Eg veit enga gifta konu hér á bæ nema þig«. »Nei það er nú ekki« segir Björg, »en þó er hér kona í barnsnauð, sem finnur til sinna meina, eins og ég °2 þú, og því sótti ég þig til hennar, að ég vissi þig hafa •neira vit og minna af hleypidómum heimskunnar en sumar aðrar hafa, og treysti ég þér nú til að hlynna að henni, eins °2 þú hefur hlynt að mér, og mun ég þér jöfnu launa, og 2eti ég bætt við þann vinarhug, sem ég hef borið til þín frá fyrstu kynning, þá mun ég það reyna, fyrir þetta handarvik«. Qróa fann að hér fylgdi hugur máli; hún færði sig skjótlega úr reiðfötunum, gekk að rúmi Vigdísar, heilsaði henni með hossi, klappaði á kinn hennar og sagði: »Þetta gengur alt vel, ^i^dís mín, það heyrði ég sfrax á hljóðunum, þegar ég gekk UPP stigann«. Nú sá Ðjörg að björninn var unninn og að Vig- d's var komin í þær beztu hendur, er hægt var að legga hana í; og yfir fríða og tigulega andlitið hennar breiddist bjart °2 fagurt ánægjubros, er hún gekk fram úr baðstofunni til sækja kaffi að hressa Gróu á. Um kvöldið fæddist Vigdísi stór og hraustlegur sonur. Ekki stóð á fötum piltsins, né öðru, sem með þurfti, Björg hafði hugsað fyrir því öllu og bar það nú fram. Vigdísi heilsaðist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.