Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 45
eimreiðin
ÚR FERÐABÓK HOOKERS
141
»Þenna morgun veittist mér gott tóm til að skoða bæinn.
Þar eru kringum sextíu eða sjötíu hús, sem skipað er í tvær
raðir, um það bil álíka langar, og standa hornrétt hvor á
aðra, í líkingu við þessa mynd, lárétta línan með sjónum, en
hin upp þaðan. Húsin næst firðinum hef ég áður
N nefnt og getið þess að þau eru úr timbri; þau
snúa til norðurs og eru til að sjá svipuðust korn-
v búrum.1) Kaupmannabústaðirnir og- vöruskemm-
urnar er hvorttveggja alveg eins að gerð, úr
plönkum með timburþaki, og munar því einu að
fáeinir glergluggar eru á íbúðarhúsunum og einn eða tveir
tréstrompar. Þessi hús eru öll smíðuð í Noregi, síðan tekin
sundur, svo að þau komist fyrir í skipi, og flutt hingað. Vöru-
skemmurnar eru líka búðir; þar selja kaupmenn álnavöru, leir-
ílát, muni úr tini og járni, sykur, kaffi, tóbak, rúgmjöl, skó,
romm og í stuttu máli alls konar nauðsynjar, og taka aftur
til útflutnings ull, tólg, fisk, fiskilýsi og sellýsi, tófuskinn, álfta-
hami, æðardún, ullarsokka, vetlinga og stundum þurkað sauða-
kjöt. Við vesturenda þessarar búðaraðar er gapastokkurinn;
stendur sökudólgurinn þar á trédrumb með handleggina spenta
í járnhringi, sem festir eru sinn hvoru megin við uppréttan
staur, í hér um bil fjögurra feta hæð. I námunda við þetta
refsitæki taka við tvær samsíða húsaraðir og ná nokkur
hundruð metra (yards) suður á bóginn; skapast þar bærilega
breið gata,2) en svo er hún grýtt og klettótt, að þó að til
væri einhver kerrumynd í landinu, er ég hræddur um að hún
kæmist aldrei einu sinni sex metra úr stað á þessu aðalstræti
höfuðborgarinnar. Neðst í götunni hægra megin eru tvö eða
þrjú kaupmannahús^og vörugeymslur, og skamt þaðan er setur
hins lærða biskups íslendinga, Geirs Vídalíns.3) Það er að engu
frábrugðið húsum kaupmannanna, nema ívið stærra og glugga-
fleira. Alveg þar hjá er bezta húsið í þorpinu, næst á eftir
bústað stiftamtmanns, og er það eign landfógeta; þar eru nota-
legar stofur og góð húsgögn.4) Ofar í götunni er einskonar
Sildasáli, og eru Danir vanir að sitja þar yfir spilum í sal,
sem gerður var til að taka nokkuð stór samkvaemi; þar fóru
og fram þau samkvæmi, sem við tókum þátt í á íslandi.5) Með
þessu húsi má heita að gatan sé á enda; handan við það eru
aðeins fáeinir torfbæir, og bar einn af hinum, bæði að snyrti-
1) Gatan með sjónum svarar til Hafnarstrætis nú.
2) Svarar til Aðalstrætis nú, sbr. J. H. Rvík 55 o. áfr.
3) Sbr. J. H. Rvík 71.
4) Sbr. J. H. Rvík 74 o. áfr.
5) Þetta er klúbburinn, sem kallaður var, og stóð þar sem Herkastal-
inn er nú, sbr. J. H. Rvík 80—81.