Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1927, Side 46

Eimreiðin - 01.04.1927, Side 46
142 ÚR FERÐABÓK HOOKERS EIMREIÐIN Ieik og að því, að þar greri ekki aðeins loðið gras um þak og veggi, heldur einnig mikill fjöldi vorblóma.1) Þar var ég fil húsa fyrsta skeiðið sem ég var í Reykjavík. Konan, sem ég leigði hjá, var í talsverðum metum í nágrenninu. Hún var ljósmóðir í allstóru umdæmi og hafði 20 pund í árslaun frá dönsku stjórninni;2) fyrir það átti hún að vitja allra sjúklinga sinna og sjá þeim fyrir meðölum. Hún hafði numið í Dan- mörku, en þar á ofan hafði hún verið vinnukona í konungs- höllinni í Kaupmannahöfn á unga aldri, enda fann hún meira til sín en flestir kvenmenn í hennar stöðu hefði gert í öðrum löndum, og þó að hún væri það roskin, að hún var nær sex- tugu en fimtugu, sat hún aldrei heima, þegar dansleikur var á ferðum, og sté rílinn með þeirri ákefð, að sjálfum fiðlu- manninum þótti nóg um. Þetta var því sem næst síðasta hús- ið í útsuðurhorninu. Ef strik væri dregin frá endum beggja þeirra húsaraða, sem nú hefur verið lýst, svo að úr yrði ferhyrningur, myndi stiftamtmannshúsið lenda innan hans nærri landsuðurhorninu; það er lítið en vel málað að innan og búið góðum húsgögnum.3) Þar við er hús Savigniacs. Skamt þaðan, nærri norðurhlið4) þessa ímyndaða ferhyrnings, stendur dómkirkjan, allmikið hús með stórum glergluggum, en bæði þeir og þakhellurnar er hræðilega úr sér gengið, og kveður svo ramt að því, að hrafnar eru til mesta baga meðan á guð- þjónustum stendur, af því að þeir þyrpast á þakið og trufla söfnuðinn með gargi sínu og grómi.5) Enn er eftir að nefna hús landsyfirréttar;6) það stendur nálega eitt sér á stórum grænum velli, sem tekur yfir þennan hluta bæjarins. Það er ekkert annað en stórt timburhús með tveimur eða þremur rúmgóðum en nærri því húsgagnalausum stofum, og hefur skraddari bæjarins þar bækistöð sína, þegar þær eru ekki notaðar til annars. Litlir garðar eru við mörg hús í bænum, og eins uppi í sveitum, en þó sjaldnar, og eru hlaðnir um þá háir torfveggir; venjulega eru þeir vel hirtir og illgresislausir, en vera má að það stafi fremur af því, hve fáskrúðugar jurtir landsins eru, af hvaða tagi sem er, og hve seint þær spretta, 1) Hér er ált við Brúnsbæ; þar hafði Savigniac hafzt við, er hann hom út fyrst, og hefur hann sjálfsagt útvegað Hooker vistarveruna. Sbr. ]. H. Rvík 78, 83—4. Húsmóðir í Brúnsbæ var mad. Malmquist; hún var dönsk og mikil skrafskjóða (]. H. Rvík 44). 2) Laun hennar voru 100 rd., sbr. inngang Hookers bls. XXXII í út- gáfunni 1811. 3) Sbr. ]. H Rvík 18, 62. 4) Svo Hooker, en á víst að vera suðurhlið. 5) Sbr. skýrslu um hrörleik dómkirkjunnar 1814 í ]. H. Rvík 77. 6) Sbr. ]. H. Rvík 62—5.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.