Eimreiðin - 01.04.1927, Qupperneq 51
e*MRE1ÐIN
ÚR FERÐABÓK HOOKERS
147
3ustur, en þaðan stefndu þeir í norður, unz þeir komu undir
Skálafell, og eftir það austur í Þingvallasveit; lá leiðin ýmist
um grýtt holt eða mýrarfen, þar sem hestarnir lágu í hvað
fftir annað. Áður en þeir komu heim að »Kirkat«, var fólkið
ú bænum komið út til að bjóða þeim sýru og mjólk, og var
það reitt fram í birkiöskum. ]akob bar skammbyssu við belti,
°9 segir Hooker, að fólkinu hafi orðið mjög starsýnt á hana
°9 viljað vita, til hvers hún væri notuð. Um kvöldið á ellefta
tímanum komu þeir að Heiðarbæ. Þar bjó aðstoðarprestur á
f’ingvöllum, sem Hooker nefnir Egclosen,1) og hafði Hooker
bréf til hans frá Ólafi stiftamtmanni; klæddist prestur og
bjálpaði þeim að tjalda, og áttu þeir heldur illa nótt þar
blautir í tjöldunum.
»Snemma á sunnudagsmorguninn kom prestur að bjóða
°kkur til ^morgunverðar heima hjá sér, og þá ég það með
þökkum. Ég tók með mér te, kaffi og annað nesti, og kom það
■ góðar þarfir, því að ekki var annað til þar á bæ en mjólk,
s.kyr, smjör og fiskur. Ég varð jafnvel að senda aftur út í
tjald mitt eftir katli til að hita í kaffið. Eina herbergið, sem
okkur var boðið inn í, var geymslan, þar sem fiskur, tólg,
uH, mjólk og þvílíkt var inni, enda er ekki völ betri stofu á
'slenzkum bæjum, og hún því notuð til að taka móti gestum.
^eggimir voru híaðnir úr torflögum og grjótlögum til skiftis;
kvorki var steinlím til að halda þeim saman né múrskel til
að hylja nekt þeirra, og gólfið var moldin tóm. Aðeins einn
stóll var til á heimilinu, enda hefði ekki fleiri komist fyrir,
svo fult sem húsið var af gömlum kistum, gömlum fatnaði og
öðru slíku. Þær litlu góðgerðir, sem kostur var að veita, voru
boðnar með mestu greiðvikni, og ég átti fult í fangi með að
stemma stigu fyrir að prestur slátraði lambi til að gæða okkur
a- Hann hafði áður verið skrifari Ólafs stiftamtmanns, og
varð fyrir hans tilstilli kapelán á Þingvöllum, í von um að
fá síðar veitingu fyrir betra brauði. Sem stendur eru tekjur
kans harla rýrar, aðeins 6 rd. um ársfjórðunginn frá stjórn-
inni, en vígslutollur og líksöngseyrir verður samtals dálítið
nieira;2) hjón munu vera gefin saman fyrir tvö mörk. Enn-
fremur hefur hann leigulausan bústað og jörð, sem ber 5 kýr
og 28 kindur. Þrjú aumleg kot standa auk þess í landareign-
'nni, og fær hann 4 rd. á ári eftir eitt, 3 eftir annað og 2
eftir hið þriðja. Því bætir Hooker við, að prestur verði að
slátra skepnum sínum í harðindum, en annars hafi hann
ú Þetla er vafalaust séra Vigfús Eyjólfsson, síðast prestur á Reyni
v°Hum (d. 1821).
2) Þetta getur varta verið rétt.