Eimreiðin - 01.04.1927, Side 53
Eimreiðin ÚR FERÐABÓK HOOKERS 149
Þótti honum mjög nýstárlegt að sjá allar gjárnar. Aðstoðar-
P^esturinn hafði eitt kvöld dottið í eina þeirra, sem var hálf-
Ml af snjó, og varð að dúsa þar, unz hans var leitað að
Prorgni. Þegar þeir komu aftur heim, skoðaði Hooker kirkj-
una, sem stóð á dálitlum hól skamt frá bænum.
»Hún var einföld að gerð, löguð sem aflangur ferhyrningur,
með þykkum veggjum, sem hölluðust lítið eitt inn á við, og
var annað lagið úr hraungrjóti, hitt úr torfi. Torfþak var á
henni, gróið þéttu grasi, og naumast var hún hærri frá mæni
til jarðar en sextán til átján fet. Dyragaflinn einn var úr
ómáluðum furuborðum, sem reist voru upp á endann, og lítil
hurð fyrir úr sama efni. Kynlegt þótti mér að sjá kirkjuna
fulla af stórum gömlum trékistum í sæta stað, en mér skildist
hrátt, að þær voru ekki aðeins hafðar fyrir bekki, heldur
geymdu einnig mörg sóknarbörnin föt sín þar. En hurðin var
laesingarlaus, og gat hver og einn hvenær sem var náð í það
sem hann átti. Veggirnir voru óþiljaðir með öllu, og gólfið
ósteinlagt, nema ef telja skal fáeina ólögulega steina, sem
annaðhvort voru látnir þar viljandi, eða höfðu öllu heldur
verið látnir standa óhreyfðir á sínum stað, þegar kirkjan var
reist. Ekkert loft var í henni, að heitið gæti, en nokkurir
bitar lágu um hana þvera, hér um bil mannhæð frá gólfi, og
voru lögð á þá fáein laus borð, en þar ofan á var fyrir komið
uokkurum gömlum biflíum, hirzlum og líkkistu prestsins, sem
hann hafði sjálfur smíðað. Eftir ellisvip hans að dæma hefur
hann líklega brátt búizt við að fara í hana.1) Eigi hefur
hirkjan verið meira en 30 fet milli stafna, og af þeim voru
um það bil sex eða átta skilin frá með einskonar grindverki
(gagnvart því stóð prédikunarstóllinn). Þar inni var altarið
sett, óvandað borð, sem á stóðu tveir kertastjakar úr látúni.
Uppi yfir voru tveir örsmáir glergluggar, og kom ekki inn
neitt ljós annarsstaðar, nema um dyrnar. Hægra megin á
hirkjunni héngu tvær stórar klukkur í sömu hæð og bitarnir*.
Blommenholm uið Osló, maí 1927.
Jón Helgason.
[Ef til vill verður í annari grein skyrt frá ferð Hookers austur og til
Borgarfjarðar, meðal annars heimsókn hans hjá Magnúsi Stephensen á
•nnra-Hólmi.]
H Séra Páll var ekki nema rúmlega sexiugur; hann dó 1821 og hafði
Pá fjóra um sjötugt.