Eimreiðin - 01.04.1927, Síða 55
EIMREIÐIN
W. A. CRAIGIE
151
er hann heyrði talaðar, en í skozku eru mállýzkur margar
°2 allmjög sundurleitar bæði um orð og framburð. Margir
af móðurfrændum hans voru Hálendingar og töluðu gelsku,
hina keltnesku forntungu Háskota, og svo hefur hann sagt,
að enn myndi hann er afi hans var að kenna honum þá
tungu þriggja til
tjögurra ára göml-
uni. Foreldrar hans,
°9 aðrir þeir er
hann umgekst dag-
te9a. töluðu hins-
Ve9ar góða lág-
skozka mállýzku, og
9agnger þekking
hans á lágskozku
hom honum síðar
að góðu haldi við
nám Norðurlanda-
málanna og við
rannsóknir hans á
enskri tungu.
Þegar á æskuár-
um síhum í Dundee
tók hann að lesa
npp á eigin býti forn-
skozka rithöfunda
trá fjórtándu og fimt-
ándu öld, og notaði
við þann lestur orða-
hók ]amiesons. Ritaði!) hann á spássíuna orð þau og orð-
niyndir er hann fann ekki í bókinni, og mun slíkt fágætt
háttalag af dreng í barnaskóla. Þegar lengra var komið skóla-
9öngu, voru meðal kennara hans tveir, sem upp höfðu vaxið
t Aberdeen, og af þeim lærði hann aðra skozka mállýzku.
Annar þessara, skólastjórinn sjálfur, lagði sig óvenju mikið
W. A. Craigie (um fimtugt).
Hann skrifar einkennilega fagra hönd, létta og hreina, og svo skýra
aldrei verður nokkur stafur mislesinn.