Eimreiðin - 01.04.1927, Síða 63
eimreiðin
W. A. CRAIGIE
159
Þegar Craigie hvarf heim aftur úr þessari för, kvaddi vinur
hans Sigurður bóksali Kristjánsson hann með þessari vísu:
Flult þér kvæði ekkert er,
eða ræðuskvaldur.
þótt íslands glæðist ást á þér,
enski fræðavaldur.
Sagt er (Óðinn IV., bls. 58) að Craigie hafi gert þá athuga-
semd, að hann væri skozkur en ekki enskur, og yrði því
Sigurður að gera bragarbót. En þó að slíkt mundi hafa verið
sagt í gamni, þá fylgir þó öllu gamni nokkur alvara, og vel
eru Skotar sér þess vitandi, að þeir bera af Englendingum
um alla atgjörvi, þótt hvortveggja þjóðin sé mikilhæf.
Annað sinn kom Craigie hingað 1910, eins og áður er
sagt, og var þá kona hans með honum. Þau dvöldu hér í
níu vikur alls og ferðuðust landveg til Vestfjarða.1) Var Árni
Þorvaldsson magister með þeim á því ferðalagi, og hjá bróður
hans, hinum ágæta mentamanni séra Jóni Þorvaldssyni á Stað,
dvöldu þau um hríð. Meðal annara merkismanna, er þau
heimsóttu og sem þau minnast fyrir gestrisni, má nefna Torfa
sál. í Olafsdal, Snæbjörn hreppstjóra í Hergilsey og Guð-
mund sýslumann Björnsson. Tveir hinir síðastnefndu fengu
fneð einkennilegum hætti að þreifa á því síðar, að þeir höfðu
varpað brauði sínu út á vatnið er þeir hýstu hina erlendu,
en vafalaust hjartanlega velkomnu, gesti; því þegar enskir
fiskimenn höfðu á burt með sér hreppstjóra 'og sýslumann í
október þá um haustið og sögðu blaðamönnum frá því, sér
til réttlætingar, hvílíkir misindismenn íslendingar væru, þá
reis dr. Craigie upp og andmælti í Dai/y Chronicle. Gat hann
trútt um talað, er hann þekti hina »herteknu« menn af eigin
reynd, enda dirfðist og enginn að mæla honum í móti. Sýslu-
maður hafði heim með sér eintak af blaði þessu, en því miður
glataðist það eins og fleira, er hús hans brann haustið 1920.
1) Sú saga er sögð, að á ferðalagi þessu bæri Craigie eitt sinn þar
að, sem verið var að halda skemtisamkomu. Steig hann þá upp á ræðu-
Pallinn og flutti erindi á Iýtalausri íslenzku. Undruðust áheyrendur mjög,
er þeir heyrðu hinn erlenda ferðamann hafa slíkt vald yfir móðurmáli
þeirra. Vera má að sagan sé skáldskapur, því um slika menn sem Craigie
•Pyndast einatt þjóðsögur; en ósennileg er hún ekki.