Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1927, Síða 67

Eimreiðin - 01.04.1927, Síða 67
eimreiðin W. A. CRAIGIE 163 undi. Eftir er að minnast hans sem manns, og skal ekki varið t’l þess löngu máli. Stafar þó ekki orðfæðin af því, að svo lítils sé um hann vert frá því sjónarmiði. Það er nú öðru nær. Eg minnist þess, að fyrir tuttugu árum sagði hinn góðfræg- asti allra núlifandi kennara á íslandi við nemendur sína, er manngildi var umræðuefnið: »Ef um er að velja, kýs ég mér heldur vitnisburðinn hans Sveins dúfu, að .lélegt þótti höfuð hans, en hjartað, það var gott', heldur en orð Brands biskups um Sturlu: ,Enginn frýr þér vits, en meir ertu grunaður um græsku‘<. Og fyrir tveim árum sagði við mig víðkunnur merkismaður, iafnaldri Craigies, er fyrst hafði kynst honum, er Craigie kom unglingur til háskólans í St. Andrews: »Craigie er frábær vísindamaður, það veit allur heimur, og mælir enginn í nióti; en hann er ennþá frábærari maður, og það vita eðli- lega ekki eins margir«. Þessi vitnisburður gamals vinar mun öfgalaus sannleikur, svo framarlega sem göfugt hjarta er tign- ara aðalsmerki en gott höfuð. Góðfýsi og greiðvikni, trygg- lyndi, raungæði og hverskonar drengskapur eru þau lyndis- einkenni, sem Craigie er alkunnur fyrir, og víst erum við ekki fáir íslendingarnir, sem reynt höfum hann að þeim. Það hefur nú í tugi ára verið nokkuð algengur siður íslenzkra nianna að leita til hans með flest sín vandamál á Bretlandi, og engum hefur það brugðist, að hann vikist vel við þeirra máli, enda er hann hverjum manni úrræðabetri. Hús hans hefur ávalt staðið opið öllum íslendingum (sbr. Eimr. 1898, bls. 160), og sá sem heimsótt hefur þau hjónin mun ekki eiga erfitt með að svara þeirri spurningu. hvað sé gestrisni. I yln- um, sem þar leggur um gestinn, kell engan á hjarta. Engum Wunu heldur leiðast samræðurnar, þar sem einu gildir hvort umræðuefnið er skáldskapur eða listir, vísindi og ráðgátur mannsandans, eða það eru hin hversdagslegustu efni daglega lífsins. Það vill stundum fara svo fyrir lærðum mönnum, að allur sálargróður þeirra visnar upp og verður að ófrjóum mosa deyðandi bókstafs. Um prófessor Craigie er hið gagn- stæða að segja, því eins og segir í frísnesku ritgerðinni, sem ég áður vitnaði í, þá tekst honum einmitt að blása lífsanda í öll sín viðfangsefni. Hann hefur hlotið í vöggugjöf þá náðar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.