Eimreiðin - 01.04.1927, Qupperneq 79
EIMREIÐIN
Lokadansinn.
Smásaga eftir Gunnar Arnason frá Skútustöðum.
Stundum, þegar hann hafði sett rauða hjálminn á lampann
°9 sat þarna einn inni í hálfbirtunni og kyrðinni á kvöldin,
bá lék hann á fiðluna. Hann lék ýms lög á fiðluna, sem hann
hafði numið í æsku, lög, sem hann hafði æft á vornóttunum,
Þegar unga fólkið getur ekki sofið fyrir birtunni og kyrðinni,
hláma fjallanna og dalalæðunni, reykbólstrum skipanna og
þokunni úti í fjarðarmynninu, mansöngvum fuglanna og leys-
■ng árinnar og dægurdraumum.
Hann lék fornar ástir á fiðluna.
Stundum hafði hann líka raulað þessi lög á æfintýranóttum
mánans, stundum í ofnskímu skammdegisins — sum hafði
hann numið á dansleik. Tónarnir eru hæglátir eins og húmið
> stofunni, draumblíðir eins og endurminningin, sem í þeim
býr. Einn hlustar hann á leik sinn með bros á vör, bros
iflannsins, sem hefur gleymt að gráta. Eitt lag er það, sem
hann leikur oftar en öll önnur lög, — sem hann leikur aðeins
þegar líður á kvöldið — á nóttunni. Það er einkennilegt lag,
sem hann hefur sjálfur samið og enginn hefur nokkru sinni
heyrt eða fær að heyra. Það er óskrifuð saga í ljóðlagi.
Það heitir lokadansinn, lagið það.
Þegar hann leikur það, grúfir hann sig líkt og hlustandi
yfir fiðluna og dregur bogann seint. En hann hlustar ekki og
leikur ósjálfrátt. Hann sér sýnir, les sögu lagsins, sér alt sem
9erist, eins og barn, sem hlýðir á æfintýri.
— — — Það er vor. Evudóttir gengur eftir götunni. (Jnn-
ur Björk er úti í góða veðrinu. Qult, lokkað hárið leikur um
axlirnar, og hún er í nýrri kápu, sem er blá eins og vorhim-
■ninn, með skuggsælan hatt, sem hún hefur aldrei sett upp
fyr, og á skóm, sem draga út í dans. Hún er vorbarn, sem
brosir við himninum, og í brjóstum þeirra sveina, sem hún
•nætir, vaknar ástin eins og blóm á frjóþrunginni vornótt. Þeir
stanza ósjálfrátt, þegar þeir mæta henni, og þeir senda henni