Eimreiðin - 01.04.1927, Page 83
eimreiðin
LOKADANSINN
179
sjá og önnur sem alt er hulið, þau sem dreyma, þau sem
hiklaust horfa og hin sem líta undan, — og þó hvergi sín, þessi
sem aldrei horfa nema í blind augu. Og hann lítur af dans-
inum til hennar.
— Ertu hættur að yrkja? spyr hún.
— Eg hef aldrei verið skáld, ég var bara einu sinni ásta-
Ijóð, sem ung stúlka fletti og fleygði frá sér, þegar hún kom
að vísunni, sem allir kunna.
— Hvernig var hún?
— Hún var kona.
— Nei, vísan?
— Nú, vísan! Og hann fer með vísuna.
— Þú hefur víst heyrt hana áður?
— Má vera!
Það hefur orðið hlé á dansinum. Nú kallar hann á ný. Spjátr-
ungur á gláskóm, fattur og ör af víni, stefnir til þeirra. Augu
hans senda Unni Björk vonaboð. Maðurinn í horninu sér það.
Hann lítur í augu hennar.
— Eg hef andstygð á þessum manni. Vertu hjá mér þenn-
an dans. Hann kann ekki að biðja, þess vegna skipar hann.
— Eg sit aldrei af mér dans. Og hún flýgur burt í fangi
spjátrungsins, sem fugl af grein. Skyldi hún setjast aftur hjá
honum, þegar þau eru stönzuð? Þau tala svo margt, þau
hlæja svo mikið. Hann strýkur yfir samanlímdar varirnar. Nú
fara þau fram hjá honum. Vangar þeirra snertast. Hann
brennir með augunum krossa á bak þeirra. Þá setjast þau
saman lengst hinumegin í salnum.
Lagið hlær.
Hann stekkur á fætur. Nú skal hann dansa. Þarna húkir
miðaldra kvenmaður á peysufötum. Holdug og seinlát, með
svip þess, sem einu sinni lék og nú horfir á. Henni býður
hann upp.
— Ég veit nú ekki hvort ég kann það, segir hún hæversk.
— Hvað — við reynum að hoppa með. Ég þekki engan
takt. Og þau leggja á stað. Hann finnur fljótt að hún hefur
lag á að gera sér mat úr dansinum. Hún Ieggur sig alla upp
í fang hans eins og til hvílu, hún vaggar sjer kjassandi eftir
laginu.