Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1927, Side 85

Eimreiðin - 01.04.1927, Side 85
eimreiðin LOKADANSINN 181 — Það er af því að dansinn er leifar frá villimenskunni. Og menn skammast sín fyrir að blóta hann nema á laun, svarar hann. Unnur Björk fer þar fram hjá í fangi spjátrungsins. Hún kýmir til hans. Hann gleymir sporinu, kveður telpuna og sest aftur í hornið. Hún kemur til hans í annað sinn og sest hjá honum. Hún lagar hvíta skóinn sinn og leikur sér að lokkum sínum. Það er liðið á nótt og það er leikið lag, sem er meira draumur en vaka. — Þú ert þá farinn að dansa. Viltu dansa við mig þenn- an vals? Þau standa á fætur. Hann dregur hana í fang sér og þau leggja saman lófunum. Dansinn byrjar. Þau dansa hægt, teygja úr hverju augnabliki, úr hverju spori, það er sem hendur þeirra minnist og hjörtu þeirra hvíslist á, kinnar þeirra gæla hvor við aðra. Þá finst honum hún hafa gefið sér sál sína, en hann vill vita vissu sína og talar í eyra hennar. — Unnur! Finst þér ekki þungt að dansa alt af með ör- lög mín? Hún þegir. — Eg er útlagi Unnur, sem þú getur gefið lífið, sem þú getur gefið heimili. Viltu gera það, Unnur? Þá færist hún frá honum, verður að kaldri gyðjumynd í fangi hans. — Mér þykir það leitt, en ég get ekki verið skotin í þér. — Þakka þér fyrir, og hún hættir dansinum. Hann hneigir sig. Hann gengur fram að dyrunum. Hann hefur telft við tálið og orðið mát. Hann vill hata hana, en getur bara gengið í blóði sjálfs síns. Nú dansar hún við annan. Lagið hvíslar á eftir honum vinkvennasögu, sem gengur bæ frá bæ. í andyrinu fer hann í kápuna sína og heldur heimleiðis um vornóttina — þessa blessuðu björtu vornótt, sem er eins og móðir, sem segir börnum sínum æfintýri. Hún hefur sagt honum sitt síðasta. Hann vill hugsa, en orkar það ekki. Það er eitthvað, sem kveður í eyrum hans. Það er kynlegt, að það er úr biblíunni, þetta úr Ljóðaljóðunum:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.