Eimreiðin - 01.04.1927, Síða 87
eimreiðin
FUNDABÓK FJÖLNISFÉLAGS
183
sinni var hún tekin með öllum atkvæðum og Konráð og Gísli
Magnusson valdir í nefnd til að lesa hana með honum, svo
þegar mætti prenta það sem komið er.1)
G. Thorarensen bar upp kvæði sem Kveðja heitir, er hann
hafðí ort til Dr. P. Pjeturssonar, og var Það tekið með öll-
um atkvæðum 2)
sleit þá fundi
Br. Pjetursson G. Magnússon. B. Thorlacius
Konrád Gíslason G. Thorarensen
[16. fundur 1844]
Laugardaginn 4. Maí var fundur haldinn á vanalegum stað,
vóru 6 á fundi, Borgaði Halldór tillag jóhanns Briems, og
sagði hann útúr fjelaginu; var síðan slitið fundi.
Br. Pjetursson. Br, Snorrason Glgr. Þórðarson.
Konráð Gíslason. H. K. Friðriksson G. Thorarensen.
[17. fundur 1844]
Fimtudaginn 9. Maí var fundur haldinn á sama stað og
vant er, las Brynjólfur Pjetursson upp seinna hlutinn af rit-
Sjörð sinni um alþingi; var hún tekin með öllum atkvæðum.3)
Var síðan Gísli Magnúss. valinn fyrir ábyrgðarmann fyrir
Fjölni, og tók hann það að sjer. Forseti gat um að Konráð
Gíslason og Br. Snorras. hefðu borgað tillag sitt, var jónas
og Konráð valdir í nefnd, að lesa ritgjörðina eftir Brynjólf;
var síðan slitið fundi.
Br. Pjetursson B. Thorlacius. Konráð Gíslason.
J. Hallgrímsson. Br. Snorrason. H. K. Friðriksson.
1) Ritgerðin öll var prentuð í Fjölni, 7. árg., bls. 110—136. Sbr.
17. fund.
2) Prentað í 7. árg. Fjölnis, bls. 108—109, með stöfunum. G. Th.
3) Sbr. 15. f. og ath.