Eimreiðin - 01.04.1927, Qupperneq 89
eimreiðin
FUNDABOK FJÖLNISFÉLAOS
185
ekkert að finna, að menn sögðu. Br. Pjeturss. lagði fram
kvittánsíubrjef frá bókbindaranum fyrir bindingarlaunum á Fjölni
í vor. Gísli Magnússon tók að sjer að lesa Frjettirnar frá
Hróarskeldu og önnur ný rit íslendinga, og safna saman
orðum, og nöfnum á ýmsu, svo Alþingismenn gætu stutt sig
við það á þinginu, og þyrftu ekki að vera í vandræðum með
orð. Síðan var fundi slitið.
Br. P/etursson. G. Thorarensen. J. Hallgrímsson
G. Þórðarson G. Magnússon H. K. Friðriksson
[21. fundur 1844]
Laugardaginn 26. Október höfðu Fjölnismenn fund með
sjer vóru 6 á fundi. Forseti las V upp brjef frá Grími amt-
manni Jónssyni og 2 frá Engelstoft komferensráði, vóru það
þakklætisbrjef fyrir Fjölna, er þeim voru sendir gefins.1)
Því næst sýndi hann reikninga fyrir skuldum fjelagsins, og
því er hann hafði borgað; fyrir seldar bækur kvaðst hann hafa
feingið 6 dali frá Halldóri Friðrikssyni og 1 frá Gísla Magn-
ússyni kvað hann nú Fjölni vera í 73 dala skuld enn 25 dali
átti hann útistandandi í tillögum. —
Jónas Hallgrímsson hefur þegar snarað á fslendsku ritgjörð
um fiskiverkun,2) enn ekki var hún lesin upp, líka lofaði hann
ritgjörð um hvali sela og önnur dýr, og um aþingistaðinn —
vide ante. Brinjulfur lofaði einni örk af politica. Berggrein söng-
maðurinn3) hefur lofað Gísla Thorarensen saungreglum, og
Iofaði Gísli að snúa þeim, með tilstirk góðra manna, ef Ber-
grein heldur loforðið. Forseti las upp kvæði eftir Jónas Hall-
grímsson og var það tekið með atkvæðum öllum, kvæðið
heitir >Ohræsið«.4)
Br. Pjetursson. Glg. Þórðarson Br. Snorrason
J. Hallgrímsson H. K. Friðriksson G. Thorarensen
1) Sbr. 15. f. þ. á. Brjefin eru á handritasafni J. S. 129 fol. (1—2).
2) Prentað í 8. árg. Fjölnis, bls. 39—50.
3) Þ. e. Andreas Peter Ðerggreen, tónskáldið alkunna, d. 8. nóv. 1880.
4) Prentað í 8. árg. Fjölnis, bls. 22—23.