Eimreiðin - 01.04.1927, Page 90
186
FUNDABÓK FJÖLNISFÉLAGS
eimreidin
[1. fundur 1845]
Laugardaginn 18. Janúar 1845 var næst fundur haldinn hjá
Brynjólfi Pjeturssyni, gjörði hann grein fyrir reikningum Fjölnis,
var Fjölnir skuldugur enn þá um 67 rd. og 80 sk. — Þarnæst
las hann upp ritgjörð um fiskiverkun á íslandi af Fiedler,1)
snaraða á íslenzku af ]ónasi Hallgrímssyni, og var hún tekin
með öllum atkvæðum,2) og Konráð Gíslason, Gunnlaugur
Þórðarson, og Skúli Thorlacius kosnir í nefnd til að gjöra við
málið. Þarnæst las hann upp kvæði eptir ]ónas, er heitir
»Formannsvísa« og var hún tekin með öllum atkvæðum.3)
Þarnæst las Halldór Friðriksson upp ritgjörð um latínuletur
eptir Konráð Gíslason og var hún tekin með öllum atkvæðum.4)
Þar næst las Jónas upp kvæði, sem heitir »Þorkell þunni* og
var það tekið með öllum atkvæðum, og sömuleiðis útleggingu
yfir »qvis multa gracilis* í Horats,5) og enn þá eitt, sem sömu-
leiðis var tekið með öllum atkvæðum. Síðan var slitið fundi.
H. K. Friðriksson
Br. Pjetursson. G. Þórðarson. J. Hallgrímsson
G. Thórarensen Konráð Gíslason B. Thorlacius. B. Snorrason
[2. fundur 1845]
Laugardaginn þann 8. Febrúar, var fundur haldinn hjá
Brynjólfi Pjeturssyni, voru 6 á fundi. Ðrynjólfur Pjetursson
hafði góð orð um að sjá til að reikningarnir 6) yrðu búnir á
laugardaginn kemur. Síðan var slitið fundi.
H. K. Friðriksson.
Br. Pjetursson. B. Thorlacius. G. Thorarensen
Br. Snorrason. Konráð Gíslason
1) Harald Valdemar Fiedler, danskur fiskifræðingur; kom til íslands;
d. 29. maí 1887.
2) Prentað í 8. árg. Fjölnis, bls. 39—50.
3) Prentað í 8. árg. Fjölnis, bls. 34—38.
4) Prentað í 8. árg. Fjölnis, bls. 28—33. Sbr. 32. f. 1843 og 18. f. 1844.
5) Prentað í 8. árg. Fjölnis, bls. 24—27.
6) Sbr. 3. f. m. aths.