Eimreiðin - 01.04.1927, Síða 93
eimreiðin
FUNDABÓK FJÖLNISFÉLAGS
189
|8. fundur 1845]
Sunnudaginn 16. November var haldinn Fjölnisfundur, voru
5 á fundi. Forseti sýndi fundarmönnum mind1) af ]ónasi
heitnum Hallgrímssyni eptir Helga,2) og kom mönnum saman
um að biðja Helga um að reyna að lagfæra hana, og ef hon-
um tækist vel, þá að steinprenta hana og setja í Fjölnir í vor.
Konráð Gíslason sagðist hafa skrifað ættingjum ]ónasar heit-
ins til í vor og beðið þá um leyfi til að láta prenta kvæði
hans, og las Konráð nú upp brjef er hann hafði fengið frá
þeim aptur, og gefa þeir honum ótakmarkað leifi til að fara
með þau eins og hann vili, og eins ef nokkur hagnaður yrði
við að prenta þau, sleit svo Halldór fundi.
Br. Snorrason H. K. Friðriksson, Br. Pjetursson
Konráð Gíslason Gíslavus Thorarensen.
[1. fundur 1846]
Sunnudaginn 18. ]anúar hjelt forseti fund í fjelaginu og
voru 5 á fundi; gjörði hann þá grein fyrir hvað mikið væri
selt af tveimur síðustu árgöngum Fjölnis, og fjárhag Fjölnis
nú sem stendur. Forseti kom með mind ]ónasar heitins Hall-
grímssonar,3) var hún falin Gísla Þórarinssyni á hendur til að
láta málara Déssington draga upp eptir henni, og lofaði hann
að það skyldi verða Fjölni kostnaðarlausí ef málaranum
mistækist.
Forseti sleit fundi og boðaði fund að viku fresti.
H. K. Friðriksson. Br. Pjetursson. Konráð Gíslason
B. Thorlacius Gíslavus Thorarensen
|2. fundur 1846]
Sunnudaginn 8. Febr. helldu Fjölnismenn fund; voru 5 á
fundi. Kom mönnum saman um að fara að prenta Fjölni, og
vera að jöða við það þangað til póstduggan kjemur, og gjöra
1) Fyrst skrifað, „litm\md“, en síðan dregið yfir „lit“ —.
2) Helgi Sigurðsson stud. med. frá Jörva, síðar prest að Setbergi og
Melum. — Um hann og þessa mynd sjá „ísl. Iistamenn" I, bls. 48—60
og 63—64.
3) Sbr. 8. fund 1845, m. aths.
L