Eimreiðin - 01.04.1927, Qupperneq 95
EINREIÐIN
FUNDABÓK F]ÖLNISFÉLAGS
191
reyna að útvega álit stjórnarráðanna um alþingismálin, ef
mönnum litist að snúa því. Konráð lofaði dálitlu safni af ótætis-
orðum, sem farin eru að tíðkast í íslenzku. Halldór lofaði að
safna titlunum á bókum þeim, sem komið hafa út á íslenzku
tvö seinustu árin. Qísli Thorarensen lofaði að lesa upp dálitla
ritgjörð, og reyna að útvega tvær ritgjörðir hjá herra Repp1)
(um mannfundi á íslandi, og sögu Orkneyja, síðan þær komu
undir England). Þvínæst voru þessir teknir í fjelagið: Gísli
Qíslason, Stefán Helgason, Eiríkur ]ónsson, Sæmundur Gunn-
laugsson, Jónas Guðmundsson, Benidikt Gröndal og Jón
Þórðarson. Brynjólfur Pjetursson lofaði að rita eitt blað um
bindindi.2) Sleit svo fundi.3)
fi. K. Friðriksson. Konráð Gíslason Br. Pjetursson
G. Thorarensen Br. Snorrason.
[2. fundur 1847]
Laugardaginn 30. januar var fundur halldinn, voru 13 á
fundi. Forseíi hafði með sjer æfiminning eptir ]ónas heitinn
og sagðist Konráð vilja fara yfir hana áðuren hún væri
prentuð4 * * * * 9) og lofaði að verða búinn að því á næsta fundi.
Þeir Brynjolfur Pjetursson og Konráð sögðust mundu taka
1) Þorleifur Guðmundsson Repp rithöfundur (d. 1857).
2) Sbr. 10. f. þ. á.
3) Þrátt fyrir þessi tilboð og loforð um ritgjörðir og þrátt fyrir þessa
fjölgun í fjelaginu voru dagar þess taldir. Það eitt eftir, sem talað var
um á 2. fundi árið áður: Ganga frá Jónasi.
Þessir 7 nýju fjelagar urðu flestir síðar þjóðkunnir menn: Gísli Gísla-
son er Gísli Brynjúlfson, sfðar kennari í íslenzkri sögu og bókmenntum
við háskólann í Kaupmannahöfn; d. 29. maí 1888. Stefán Helgason er
Stefán Thordersen prestur, síðast í Vestmannaeyjum; d. 3. apríl 1889.
Eiríkur Jónsson varð síðar vísiprófastur á Garði; d. 30. apríl 1899.
Sæmundur var hálfbróðir Stefáns G. bæjarfógeta í Reykjavík; hann varð
fulltrúi í einni stjórnardeildinni í Höfn; dó ungur 9. apríl 1863. Jónas
Quðmundsson varð síðast prestur að Staðarhrauni; d. 23. okt. 1897.
Benedikt Gröndal mag. og skáld dó 2. ág. 1907. Jón Þórðarson er Jón
Thoroddsen, sýslumaður og skáld, d. 8. marz 1868.
9) Sbr. 4. f. 1846.