Eimreiðin - 01.04.1927, Side 97
Eimreiðin FUNDABÓK FJÖLNISFÉLAGS 193
Því ei tekin undireins. Þriðju sögu las hann upp er heitir
»Stúlkan í turninum*1) og hina fjórðu »klauflagsinn«; sú fimta
var um »að tiggja upp á dönsku«,2) voru þær allar teknar
með öllum atkvæðum. Þá var lesið upp sögukorn er Beni-
dikt Qröndal hafði lagt út úr »Þúsund og einni nótt« og var
hún tekin með 9 atkvæðum. Að því búnu var lesið upp kvæði
sem heitir »kveðja« og var það tekið með öllum atkvæðum.3)
Forseti sagði að næst yrði fundur á föstudaginn kemur í sama
mund; var svo fundi slitið.
H. K. Friðriksson Br. Pjetursson. J. Þórðarson. St. Helgason
G. Thorarensen, Gísli Gíslason B. Thorlacius. — K. Gíslason
G. Magnússon Greendale Br. Snorrason
[4. fundur 1847]
Mánudaginn 15. febrúar var næst haldinn fundur; voru 11
4 fundi. Br. Pjetursson las upp kvæði eptir ]ónas heitinn er
honum hafði borist í hendur og var það tekið með öllum at-
kvæðum, var og ákveðið að það skyldi koma næst eptir æfi-
minninguna í Fjölni.4) Síðan las Br. Pjetursson upp »Legg
og skjel« eptir Jónas heitinn, og var það tekið með öllum
atkvæðum.5) Þá las Konráð upp »úr brjefi* frá ]ónasi 13.6)
]úlí 1841; það var líka tekið. Halldór las upp »fívil og hun-
angsflugu* líka eptir ]ónas, og var það sömuleiðis tekið með
öllum atkvæðum.7) Forseti lofaði að lesa fyrstu korrektúru,
Qísli Magnússon aðra, og Br. Pjetursson og forseti lofuðu
að hjálpast að með þá þriðju. Konráð tók að sjer að fara
yfir það sem eptir ]ónas væri í.seinasta sinni. Forseti sagði
1) Prentaðar í 9. árg. Fjölnis bls. 42—51.
2) Prentaðar s. st., bls. 35—37.
3) Prentað s. st., bls. 79—80; þ. e. kvæði ]óns Þórðarsonar Thor-
oddsen: „Vindur blæs og voðir fyllir breiðar".
4) 9. árg. bls. 7—8. Erfiljóð, sem Ben. Gröndal hafði orkt.
5) Prentað s. st., bls. 54—57.
6) Þ. e. Þingvallabrjefið, prentað s. st., bls. 52—53. — 1 fundarbók-
inni stendur 31.
7) Pr. s. st., bls. 25—27.
13