Eimreiðin - 01.04.1927, Page 102
198
RADDIR
EIMREIÐIN
HEIMHUGUR. [íslendingur, sem nú er doktor og háskóla-
kennari í enskum fræðum við St. Olaf College í Northfield,
Minnesota, gefur heimþrá sinni útrás í þessu litla ljóði.]
Gefðu mér fáeinar fjaðrir,
að fljúga með þér blær
heim yfir hafsjóa breiður,
því hjartað þangað slær.
Dýrðleg sem draumsýn brosir
úr djúpi móður-land;
gott á hún báran bláa,
sem brotnar þar við sand.
Firðir og fjallanna dalir
mér faðminn breiða sinn;
hver fífill, sem fegrar þar grundu,
er fæddur bróðir minn.
Richard Beck.
Halldór Kiljan Laxness: VEFARINN MIKLI FRÁ KASMÍR. —
Reykjavík 1927. Prentsmiðjan Acta.
Það er auðvelt að hneykslast á bók þessari. En það er enn þá betra
að skilja hana og brjóta til mergjar. Hún er að vísu ekkert barna með-
færi — ömurleg lífsreynsla hefur mótað hana. Hún er stuna upp úr
hyldýpi eigingirninnar, bæði holdlegrar og andlegrar. Hún er frásögn um
ofvöxt í ímyndunaraflinu; draumur manns, sem vill vera munkur, um